Viðskipti innlent

FÍ kaupir 39% hlutafjár í N1

Framtakssjóður Íslands (FÍ) hefur keypt um 39 prósent hlutafjár í þjónustufyrirtækinu N1 af Arion banka. Þar af er 10 prósenta hlutur sem fyrrverandi skuldabréfaeigendur N1 eiga kauprétt á síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÍ.

Áður hafði FÍ keypt 15,8 prósenta hlut í N1 af Íslandsbanka og Skilanefnd Glitnis. Að því gefnu að kaupréttir verði nýttir mun FÍ fara með tæplega 45 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Stefnt er að skráningu N1 í kauphöll ekki seinna en á miðju ári 2013.

- sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×