Innlent

Flott viðurkenning segir bæjarstjóri

Endurgerð Gömul fiskihús við höfnina í Stykkishólmi hafa verið endurgerð og ný starfsemi fer nú fram í þeim.
Endurgerð Gömul fiskihús við höfnina í Stykkishólmi hafa verið endurgerð og ný starfsemi fer nú fram í þeim.
Stykkishólmur fékk á þriðjudag verðlaun frá Evrópusambandinu (ESB) sem einn af 21 afburðaáfangastöðum ferðamanna í Evrópu.

EDEN-verðlaunin, eru veitt árlega, en í ár var þemað ferðamennska í tengslum við endurgerð staða. Verðlaunin eru veitt að frumkvæði framkvæmdastjórnar ESB til að kynna sjálfbæra þróun í ferðamennsku í Evrópu. Einn afburðaáfangastaður er valinn í hverju af þátttökuríkjunum.

„Þetta er flott viðurkenning fyrir okkur, sem við getum nýtt til að koma okkur á framfæri í ferðaþjónustu, og sem fyrirtæki í Stykkishólmi geta nýtt sér,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Hún segist bjartsýn á að verðlaunin fjölgi ferðamönnum sem hafi áhuga á sjálfbærni.

Í umsögn segir að Stykkishólmur sé heillandi fiskiþorp sem hafi sett af stað endurgerðarverkefni þegar fiskiðnaðurinn hafi tekið að dala. Til dæmis hafi gömul fiskihús verið endurgerð og opnuð í þeim gistihús, sem veiti ungu fólki vinnu og geri þeim kleift að búa áfram í Stykkishólmi. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×