Innlent

Taser-tækin fækka meiðslum

taser-tæki Er sagt gefast betur en beiting líkamlegs afls.
taser-tæki Er sagt gefast betur en beiting líkamlegs afls.
Rétt notkun á Taser-byssum er jafn hættulítil eða hættuminni en aðrir valkostir við valdbeitingu lögreglu. Hún hefur ótvíræða kosti við að fækka meiðslum á lögreglumönnum, sem og brotamönnum.

Þetta eru helstu niðurstöður fimm ára rannsóknarvinnu Rannsókna- og þróunarstofnunar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og er greint frá þeim í nýjasta tölublaði Lögreglumannsins, sem Landssamband lögreglumanna gefur út.

Stofnunin stóð fyrir tveimur viðamiklum rannsóknum á notkun Taser. Önnur þeirra sneri að læknisfræðilegum áhrifum tækjanna og hin að notkun þeirra við lögreglustörf.

Niðurstöður fyrrnefndu rannsóknarinnar eru í hnotskurn þær að rétt notkun á rafpúlstækjum valdi engri sérstakri hættu á hjartsláttartruflunum og að aðrar ástæður en notkun Taser hafi leitt til dauða viðkomandi einstaklinga.

Rannsókn á 25 þúsund tilfellum þar sem lögregla beitti líkamlegu afli við að yfirbuga einstaklinga sýndi að þar sem einungis var beitt piparúða eða Taser voru meiðsl lögreglu og hinna handteknu 65 til 70 prósent færri heldur en ef lögregla beitti líkamlegu afli við handtöku.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×