Áfram auglýst eftir vændi á netsíðum 29. september 2011 06:00 Steinunn Gyðu- og guðjónsdóttir Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent