Strangar fjárlagareglur fyrir aðildarríki ESB samþykktar 29. september 2011 05:15 Jose Manuel Barroso Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fór mikinn í stefnuræðu sinni á Evrópuþinginu í gær. Fréttablaðið/AP Evrópuþingið samþykkti í gær nýjar og strangari fjárlagareglur fyrir aðildarríkin, sem á að efla samstarf þeirra í ríkisfjármálum og koma í veg fyrir óhóflega skuldasöfnun. Heilt ár er liðið síðan framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti tillögur sínar að þessum nýju reglum. Þeim er ætlað að draga úr líkum þess að aðildarríkin lendi í vanda á borð við þann, sem Grikkir og fleiri þjóðir evrusvæðisins glíma nú við. Í árlegri stefnuræðu, sem Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, flutti í gær áður en gengið var til atkvæða um nýju fjármálareglurnar, gagnrýndi hann harðlega samstöðuleysi aðildarríkjanna gagnvart skuldavandanum, sem Grikkir og fleiri ríki evrusvæðisins glíma nú við. Hann segir nauðsynlegt að tryggja enn frekar sameiginlega yfirstjórn í Brussel yfir ríkisfjármálum aðildarríkjanna, svo hægt verði að bregðast hraðar við vanda af þessu tagi. Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur síðan í ströngu við að sannfæra þjóðþing lands síns um nauðsyn þess að fallast á stækkun neyðarsjóðs ESB úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Málið kemur til atkvæðagreiðslu á þýska þinginu í dag, en í gær leit út fyrir að afar naumur meirihluti muni samþykkja þessi áform. Verði þau hins vegar felld þykir ólíklegt að ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins í Þýskalandi tóri mikið lengur. Síðustu vikur hefur reyndar komið í ljós að þessi stækkun neyðarsjóðsins muni vart duga til að bjarga Grikkjum út úr gríðarlegum skuldavanda þeirra, sem hefur grafið svo undan trúverðugleika evrunnar að margir óttast um framtíð hennar. Hugmyndir um að stækka sjóðinn enn frekar, jafnvel upp í 2.000 milljarða evra, hafa því skotið upp kollinum en svo virðist sem beðið sé eftir afgreiðslu þýska þingsins í dag áður en þær verða ræddar opinskátt. Nánast útilokað þykir að þýska þingið muni samþykkja enn frekara framlag til sjóðsins, og er því frekar talað um að veita sjóðnum heimild til þess að taka lán hjá Seðlabanka Evrópusambandsins. Finnska þingið samþykkti í gær fyrir sitt leyti stækkun neyðarsjóðsins, en Finnar krefjast þó eftir sem áður þess að Grikkir tryggi með einhverjum hætti endurgreiðslu þess fjár sem Finnar láta af hendi rakna til þeirra. Nýjasta tillaga framkvæmdastjórnarinnar, um skatt á fjármagnsviðskipti, hefur hins vegar mætt andstöðu meðal breskra stjórnvalda. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í gær nýjar og strangari fjárlagareglur fyrir aðildarríkin, sem á að efla samstarf þeirra í ríkisfjármálum og koma í veg fyrir óhóflega skuldasöfnun. Heilt ár er liðið síðan framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti tillögur sínar að þessum nýju reglum. Þeim er ætlað að draga úr líkum þess að aðildarríkin lendi í vanda á borð við þann, sem Grikkir og fleiri þjóðir evrusvæðisins glíma nú við. Í árlegri stefnuræðu, sem Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, flutti í gær áður en gengið var til atkvæða um nýju fjármálareglurnar, gagnrýndi hann harðlega samstöðuleysi aðildarríkjanna gagnvart skuldavandanum, sem Grikkir og fleiri ríki evrusvæðisins glíma nú við. Hann segir nauðsynlegt að tryggja enn frekar sameiginlega yfirstjórn í Brussel yfir ríkisfjármálum aðildarríkjanna, svo hægt verði að bregðast hraðar við vanda af þessu tagi. Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur síðan í ströngu við að sannfæra þjóðþing lands síns um nauðsyn þess að fallast á stækkun neyðarsjóðs ESB úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Málið kemur til atkvæðagreiðslu á þýska þinginu í dag, en í gær leit út fyrir að afar naumur meirihluti muni samþykkja þessi áform. Verði þau hins vegar felld þykir ólíklegt að ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins í Þýskalandi tóri mikið lengur. Síðustu vikur hefur reyndar komið í ljós að þessi stækkun neyðarsjóðsins muni vart duga til að bjarga Grikkjum út úr gríðarlegum skuldavanda þeirra, sem hefur grafið svo undan trúverðugleika evrunnar að margir óttast um framtíð hennar. Hugmyndir um að stækka sjóðinn enn frekar, jafnvel upp í 2.000 milljarða evra, hafa því skotið upp kollinum en svo virðist sem beðið sé eftir afgreiðslu þýska þingsins í dag áður en þær verða ræddar opinskátt. Nánast útilokað þykir að þýska þingið muni samþykkja enn frekara framlag til sjóðsins, og er því frekar talað um að veita sjóðnum heimild til þess að taka lán hjá Seðlabanka Evrópusambandsins. Finnska þingið samþykkti í gær fyrir sitt leyti stækkun neyðarsjóðsins, en Finnar krefjast þó eftir sem áður þess að Grikkir tryggi með einhverjum hætti endurgreiðslu þess fjár sem Finnar láta af hendi rakna til þeirra. Nýjasta tillaga framkvæmdastjórnarinnar, um skatt á fjármagnsviðskipti, hefur hins vegar mætt andstöðu meðal breskra stjórnvalda. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira