Innlent

Þrír létust í vinnuslysum

Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðasta ári, að því er fram kemur í ársskýrslu Vinnueftirlitsins. Alls eru skráð 1.174 vinnuslys sem voru tilkynnt til eftirlitsins árið 2010, 760 karlar og 414 konur. Dregið hefur úr fjölda slysa um þrjú prósent frá fyrra ári og um 38 prósent frá því sem mest var 2007.

28 ára erlendur starfsmaður verktakafyrirtækis lést í janúar þegar hann féll af vinnupalli. Í júní slasaðist 30 ára ofngæslumaður er hann varð fyrir gosi úr ofninum. Hann lést af sárum sínum tveimur dögum síðar. Í lok desember lést 35 ára ökumaður flutningabifreiðar í umferðarslysi. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×