Gunnar Nelson mætir ríkjandi Evrópumeistara í fyrstu glímu Kristján Hjálmarsson skrifar 24. september 2011 08:00 Gunnar kom til Nottingham á fimmtudag. Faðir hans og tveir félagar úr Mjölni eru með í för. Fréttablaðið/stefán Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk. Innlendar Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk.
Innlendar Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira