Ben Stiller endurgerir sígilda kvikmynd á Íslandi 16. september 2011 07:00 Leitaði á Seltjarnarnesi Ben Stiller gerði sér ferð út á Seltjarnarnes og skoðaði þar Plútóbrekkuna frægu í von um að finna hentugan tökustað. Hann hefur í hyggju að endurgera kvikmynd hér á landi.NordicPhotos/Getty Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira