HIV-faraldur hjá sprautufíklum 3. september 2011 09:00 Mynd úr safni. Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv
Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira