Á hjólastólnum inn í bíl og ekið af stað 29. ágúst 2011 06:00 Farið á rúntinn Það er mikið frelsi fyrir Hallgrím að þurfa ekki að niðurnegla tilveruna í tímatöflu með aðstoðarmanni og bílstjóra en geta sjálfur farið inn í bíl og brunað til Skagafjarðar þegar sú ramma taug togar í.fréttablaðið/valli Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn. Fréttir Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn.
Fréttir Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent