Fjölbreyttir orkugjafar mögulegir 26. ágúst 2011 02:30 ORKUPÓSTURINN Reykjavíkurborg býður upp á ókeypis áfyllingu á rafmagnsbíla, meðal annars í Bankastræti. Borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Kjartan Magnússon vígðu orkupóstinn með pompi og prakt árið 2008. Framtíðarsýn stjórnvalda gerir ráð fyrir fjölorkustöðvum um allt land sem bjóða upp á fjölbreytta orkugjafa til hliðar við bensín og olíu. Ljóst er að til þess að það verði að veruleika þarf að gjörbylta orkudreifingu um allt land. Stjórnvöld munu ekki einblína á einn endurnýjanlegan orkugjafa, heldur styðja ýmiss konar framleiðslu. Eins og greint var frá í gær á hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum að verða meira en tíu prósent árið 2020. Það hlutfall nemur nú einu prósenti. Til að ná þessu markmiði þarf að efla framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa til muna. Verkefnisstjórn Grænu orkunnar, klasasamstarfs um orkuskipti, vinnur nú að aðgerðaáætlun og skal stefnumótunin liggja fyrir 1. janúar 2012. Fjölbreyttir möguleikar eru fyrir hendi þegar kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum. Stjórnvöld hafa sett fjármagn í rannsóknir á vetni, svo dæmi sé tekið. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra leggur hins vegar áherslu á að það sé ekki stjórnvalda að ákveða hvaða orkugjafi verður fyrir valinu. Um það verði markaðurinn að sjá. „Ég segi stundum að það voru ekki stjórnvöld sem völdu hvort VHS eða Beta yrði ofan á þegar kom að myndbandsspólum. Hið sama á við hér.“ Sverrir Viðar segir smæð samfélagsins geta nýst í þessu tilliti. „Við erum tiltölulega lítið samfélag og eigum auðvelt með að laga okkur að nýjum aðstæðum og framkvæma hluti. Það er ákveðinn kostur að nýta eins fjölbreytilega möguleika og hægt er og nota allar leiðir, alla orkugjafa í stað þess að hengja sig á einn.“ Olíufélög í rannsóknumVerði markmið ríkisstjórnarinnar að veruleika þýðir það samdrátt í olíuinnflutningi. Það sparar þjóðarbúinu gjaldeyri, en um leið missa olíufélögin spón úr aski sínum. Þau hafa öll hafið undirbúning gagnvart þessum breyttu aðstæðum og tekið þátt í rannsóknarverkefnum á nýjum orkukgjöfum. Félögin hafa skipt orkugjöfunum með sér sögulega en Sverrir Viðar Hauksson, formaður verkefnisstjórnar Grænu orkunnar, segir að það muni breytast. „N1 hefur verið hluthafi í metan með Sorpu og fleirum og sinnt þeim markaði. Skeljungur var í vetninu, sem kemur í gegnum Shell og stóra vetnisverkefnið. Það er merkileg saga, ellefu ára rannsóknir um notkun á vetni í bílum. Shell, Daimler og fleiri voru í því en Íslensk nýorka sá um málið. Þar er búið að safna saman rannsóknargögnum og upplýsingum sem hafa haft raunveruleg áhrif á ákvarðanir stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Olís hefur verið með Carbon Recycling í rannsóknum á metanóli og verður með einkaleyfi í einhvern tíma þegar íblöndunin hefst,“ segir Sverrir. Hann segir verkefnin dæmi um hvernig hægt sé að nota Ísland sem tilraunavettvang fyrir rannsóknarvinnu sem skili viðkomandi aðilum ansi miklu. Rannsóknir og menntunSverrir segir að í þessum geira skipti rannsóknarvinna gríðarlega miklu máli. Mikilvægt sé því að hlúð sé að frumkvöðlastarfi. Iðnaðarráðherra tekur undir það og segir að með Grænu orkunni hafi orðið til vettvangur þar sem hægt sé að ná til stjórnvalda, þvert á öll ráðuneyti. Allir sem vinni inni í geiranum eigi þar heima. „Innan Grænu orkunnar verða síðan til minni klasar sem lúta að einstaka þáttum; metani, rafmagni, lífdísli, svo eitthvað sé nefnt, innviðunum og skipulagi og framleiðslu orkugjafanna. Græna orkan verður regnhlífin yfir þetta allt.“ Sverrir segir að landslagið sé nú þegar gjörbreytt. Verkefnið snúi því ekki einungis að því að vinna stefnumótun til næstu ára og áratuga; ekki síður sé mikilvægt að laga umhverfið að raunverulegri stöðu. Allt regluverk þurfi að hugsa upp á nýtt og nýir orkugjafar hafi áhrif á dagleg störf ýmissa stétta. Tékklisti bifreiðaskoðunar sé annar á metanbíl en bensínbíl, slökkvilið verði að hafa annað í huga ef slys beri að höndum og bifvélavirkjar þurfi að taka tilli til ólíks vélarbúnaðar. „Þetta er orðið að veruleika, allir þessir bílar eru komnir eða eru að detta inn og við verðum að bregðast við veruleikanum.“ Sverrir nefnir að í Borgarholtsskóla sé komin kennsla í metani, en þeir sem breyti bílum í metanbíla verði að hafa farið á námskeið. Öryggisstaðlar verði að vera til staðar. Katrín Júlíusdóttir segir þetta vera eitt af stóru málum verkefnisins og vinna sé komin á fullt varðandi samræmingu og reglugerðir. Dreifikerfið breytistGjörbylta verður dreifikerfi eldsneytis ef þessi markmið eiga að nást. Ökumenn verða að geta treyst því að þeir fái rétt eldsneyti þegar á þarf að halda. Það hve orkugjafarnir verða fjölbreyttir þýðir að hefðbundnar bensínstöðvar munu heyra sögunni til og fjölorkustöðvar taka við. Á einni og sömu stöðinni verður hægt að fylla á metantankinn, taka bensín, ná í lífdísil, vetni eða hefðbundinn dísil, eða hvern þann orkugjafa sem þykir hagkvæmur og umhverfisvænn. „Þetta er risastórt verkefni og sveitarfélögin munu spila stærri rullu en margur gerir sér grein fyrir. Þau eru með tækin og tólin hvað skipulagsvaldið varðar, þegar kemur að því að skipuleggja að gengi að orkugjöfunum. Nú tala ég sem úthverfamóðir, en fjölskyldufólk með ung börn fer ekki að kaupa sér þessi ökutæki í stórum stíl fyrr en ljóst er að aðgengi sé fullnægjandi. Fólk sem þarf að keyra börn í skóla og íþróttir tekur ekki krók á sig til að taka eldsneyti,“ segir Katrín. Hún segir þennan þátt málsins verða á forræði einkaaðila; ekki verði búið til ríkisdreifikerfi. Sveitarfélagið Árborg hefur þegar leitað til iðnaðarráðuneytisins um samstarf varðandi aðgengi að orkugjöfunum. Mistök geta verið dýrkeyptAð mörgu þarf að hyggja þegar kemur að breytingum á bílum. Sverrir veltir því upp hver framleiðandaábyrgð sé á breyttum bílum. Sé samið um kaup á fjölda metanbíla, eins og Reykjavíkurborg gerði nýverið, þurfi þeim að fylgja ábyrgð. Það sé lítið mál ef bílarnir séu framleiddir sem metanbílar, vandamálið skapist sé þeim breytt. „Mun verkstæðið ábyrgjast breytta bíla? Verður það til í sama formi eftir nokkur ár ef bíllinn bilar? Munu menn kaupa sérstakar tryggingar fyrir þessu? Allt þetta verður að skoða og móta reglur um.“ Sverrir segir að það versta sem gæti gerst væri að mistök ættu sér stað sem gerðu orkuskiptin að ólukkumáli í hugum fólks. Það hafi gerst varðandi metan í Þýskalandi og eyðilagt þann markað. Þess vegna verði að vanda til verka til að verkefnið standi til framtíðar. Á morgun verður sjónum beint nánar að þeim ávinningi sem orkuskiptin hafa í för með sér. Fréttir Tengdar fréttir Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. 26. ágúst 2011 02:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Framtíðarsýn stjórnvalda gerir ráð fyrir fjölorkustöðvum um allt land sem bjóða upp á fjölbreytta orkugjafa til hliðar við bensín og olíu. Ljóst er að til þess að það verði að veruleika þarf að gjörbylta orkudreifingu um allt land. Stjórnvöld munu ekki einblína á einn endurnýjanlegan orkugjafa, heldur styðja ýmiss konar framleiðslu. Eins og greint var frá í gær á hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum að verða meira en tíu prósent árið 2020. Það hlutfall nemur nú einu prósenti. Til að ná þessu markmiði þarf að efla framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa til muna. Verkefnisstjórn Grænu orkunnar, klasasamstarfs um orkuskipti, vinnur nú að aðgerðaáætlun og skal stefnumótunin liggja fyrir 1. janúar 2012. Fjölbreyttir möguleikar eru fyrir hendi þegar kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum. Stjórnvöld hafa sett fjármagn í rannsóknir á vetni, svo dæmi sé tekið. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra leggur hins vegar áherslu á að það sé ekki stjórnvalda að ákveða hvaða orkugjafi verður fyrir valinu. Um það verði markaðurinn að sjá. „Ég segi stundum að það voru ekki stjórnvöld sem völdu hvort VHS eða Beta yrði ofan á þegar kom að myndbandsspólum. Hið sama á við hér.“ Sverrir Viðar segir smæð samfélagsins geta nýst í þessu tilliti. „Við erum tiltölulega lítið samfélag og eigum auðvelt með að laga okkur að nýjum aðstæðum og framkvæma hluti. Það er ákveðinn kostur að nýta eins fjölbreytilega möguleika og hægt er og nota allar leiðir, alla orkugjafa í stað þess að hengja sig á einn.“ Olíufélög í rannsóknumVerði markmið ríkisstjórnarinnar að veruleika þýðir það samdrátt í olíuinnflutningi. Það sparar þjóðarbúinu gjaldeyri, en um leið missa olíufélögin spón úr aski sínum. Þau hafa öll hafið undirbúning gagnvart þessum breyttu aðstæðum og tekið þátt í rannsóknarverkefnum á nýjum orkukgjöfum. Félögin hafa skipt orkugjöfunum með sér sögulega en Sverrir Viðar Hauksson, formaður verkefnisstjórnar Grænu orkunnar, segir að það muni breytast. „N1 hefur verið hluthafi í metan með Sorpu og fleirum og sinnt þeim markaði. Skeljungur var í vetninu, sem kemur í gegnum Shell og stóra vetnisverkefnið. Það er merkileg saga, ellefu ára rannsóknir um notkun á vetni í bílum. Shell, Daimler og fleiri voru í því en Íslensk nýorka sá um málið. Þar er búið að safna saman rannsóknargögnum og upplýsingum sem hafa haft raunveruleg áhrif á ákvarðanir stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Olís hefur verið með Carbon Recycling í rannsóknum á metanóli og verður með einkaleyfi í einhvern tíma þegar íblöndunin hefst,“ segir Sverrir. Hann segir verkefnin dæmi um hvernig hægt sé að nota Ísland sem tilraunavettvang fyrir rannsóknarvinnu sem skili viðkomandi aðilum ansi miklu. Rannsóknir og menntunSverrir segir að í þessum geira skipti rannsóknarvinna gríðarlega miklu máli. Mikilvægt sé því að hlúð sé að frumkvöðlastarfi. Iðnaðarráðherra tekur undir það og segir að með Grænu orkunni hafi orðið til vettvangur þar sem hægt sé að ná til stjórnvalda, þvert á öll ráðuneyti. Allir sem vinni inni í geiranum eigi þar heima. „Innan Grænu orkunnar verða síðan til minni klasar sem lúta að einstaka þáttum; metani, rafmagni, lífdísli, svo eitthvað sé nefnt, innviðunum og skipulagi og framleiðslu orkugjafanna. Græna orkan verður regnhlífin yfir þetta allt.“ Sverrir segir að landslagið sé nú þegar gjörbreytt. Verkefnið snúi því ekki einungis að því að vinna stefnumótun til næstu ára og áratuga; ekki síður sé mikilvægt að laga umhverfið að raunverulegri stöðu. Allt regluverk þurfi að hugsa upp á nýtt og nýir orkugjafar hafi áhrif á dagleg störf ýmissa stétta. Tékklisti bifreiðaskoðunar sé annar á metanbíl en bensínbíl, slökkvilið verði að hafa annað í huga ef slys beri að höndum og bifvélavirkjar þurfi að taka tilli til ólíks vélarbúnaðar. „Þetta er orðið að veruleika, allir þessir bílar eru komnir eða eru að detta inn og við verðum að bregðast við veruleikanum.“ Sverrir nefnir að í Borgarholtsskóla sé komin kennsla í metani, en þeir sem breyti bílum í metanbíla verði að hafa farið á námskeið. Öryggisstaðlar verði að vera til staðar. Katrín Júlíusdóttir segir þetta vera eitt af stóru málum verkefnisins og vinna sé komin á fullt varðandi samræmingu og reglugerðir. Dreifikerfið breytistGjörbylta verður dreifikerfi eldsneytis ef þessi markmið eiga að nást. Ökumenn verða að geta treyst því að þeir fái rétt eldsneyti þegar á þarf að halda. Það hve orkugjafarnir verða fjölbreyttir þýðir að hefðbundnar bensínstöðvar munu heyra sögunni til og fjölorkustöðvar taka við. Á einni og sömu stöðinni verður hægt að fylla á metantankinn, taka bensín, ná í lífdísil, vetni eða hefðbundinn dísil, eða hvern þann orkugjafa sem þykir hagkvæmur og umhverfisvænn. „Þetta er risastórt verkefni og sveitarfélögin munu spila stærri rullu en margur gerir sér grein fyrir. Þau eru með tækin og tólin hvað skipulagsvaldið varðar, þegar kemur að því að skipuleggja að gengi að orkugjöfunum. Nú tala ég sem úthverfamóðir, en fjölskyldufólk með ung börn fer ekki að kaupa sér þessi ökutæki í stórum stíl fyrr en ljóst er að aðgengi sé fullnægjandi. Fólk sem þarf að keyra börn í skóla og íþróttir tekur ekki krók á sig til að taka eldsneyti,“ segir Katrín. Hún segir þennan þátt málsins verða á forræði einkaaðila; ekki verði búið til ríkisdreifikerfi. Sveitarfélagið Árborg hefur þegar leitað til iðnaðarráðuneytisins um samstarf varðandi aðgengi að orkugjöfunum. Mistök geta verið dýrkeyptAð mörgu þarf að hyggja þegar kemur að breytingum á bílum. Sverrir veltir því upp hver framleiðandaábyrgð sé á breyttum bílum. Sé samið um kaup á fjölda metanbíla, eins og Reykjavíkurborg gerði nýverið, þurfi þeim að fylgja ábyrgð. Það sé lítið mál ef bílarnir séu framleiddir sem metanbílar, vandamálið skapist sé þeim breytt. „Mun verkstæðið ábyrgjast breytta bíla? Verður það til í sama formi eftir nokkur ár ef bíllinn bilar? Munu menn kaupa sérstakar tryggingar fyrir þessu? Allt þetta verður að skoða og móta reglur um.“ Sverrir segir að það versta sem gæti gerst væri að mistök ættu sér stað sem gerðu orkuskiptin að ólukkumáli í hugum fólks. Það hafi gerst varðandi metan í Þýskalandi og eyðilagt þann markað. Þess vegna verði að vanda til verka til að verkefnið standi til framtíðar. Á morgun verður sjónum beint nánar að þeim ávinningi sem orkuskiptin hafa í för með sér.
Fréttir Tengdar fréttir Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. 26. ágúst 2011 02:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. 26. ágúst 2011 02:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent