Nemendafélög í grunnskólum Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun