Nemendafélög í grunnskólum Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun