Neitað um viðkvæm gögn um Jón Ásgeir 23. ágúst 2011 07:00 Lúxusíbúðablokkin á Manhattan Þegar hjónin sóttu um að fá að kaupa íbúð í þessu húsi þurftu þau að skila inn ítarlegum upplýsingum um persónulega hagi sína. Slitastjórnin fær þær ekki nema að örlitlu leyti. Baugsmál, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Gerald Sullenbereger Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag. Slitastjórnin stefndi bönkunum tveimur, Citigroup og Royal Bank of Canada, og hússtjórninni að Gramercy Park North 50, þar sem hjónin áttu íbúðir, til afhendingar gagnanna í fyrravor í tengslum við risavaxið skaðabótamál á hendur sjö manns tengdum Glitni. Upplýsingarnar sem um ræðir eru annars vegar reikningsyfirlit og viðskiptasaga þeirra úr bönkunum tveimur, öll samskipti við bankana og hvaðeina sem til væri um fjárhag þeirra, eignir og annað. Frá hússtjórninni var farið fram á ítarlegar fjárhags- og persónuupplýsingar sem hjónin þurftu að skila inn þegar íbúðirnar voru keyptar, meðal annars skattframtöl aftur í tímann og reikningsyfirlit. Slitastjórnin taldi að allar þessar upplýsingar væru ákaflega mikilvægar fyrir málareksturinn þar ytra, enda gætu þær sýnt fram á það hvert fjármunirnir runnu sem hjónin og meintir samverkamenn þeirra áttu að hafa sogið út úr Glitni með viðamiklu samsæri. Jón Ásgeir og Ingibjörg mótmæltu þessari kröfu hins vegar harðlega, sögðu upplýsingarnar ákaflega viðkvæmar og persónulegar og kæmu málinu ekki við á nokkurn hátt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skaðabótamáli slitastjórnarinnar meðal annars verið vísað frá dómi þar sem ekki var talinn grundvöllur fyrir því að höfða það í New York. Þeirri niðurstöðu hefur slitastjórnin áfrýjað. Kröfunni um opinberun gagnanna var hins vegar haldið lifandi fyrir gjaldþrotadómstól þar sem þau væru talin mikilvæg fyrir slitameðferð þrotabús Glitnis. Í apríl síðastliðnum féllst dómstóllinn á kröfuna og úrskurðaði að gögnin skyldu opinberuð. Jón Ásgeir og Ingibjörg kröfðust þess í kjölfarið að úrskurðurinn yrði ógiltur með sömu rökum og þau höfðu tíundað í málarekstrinum í fyrra. Fyrir helgi féllst svo gjaldþrotadómstóllinn á ógildingarkröfuna að langstærstum hluta. Dómarinn Stuart M. Bernstein sagði að stefnurnar til gagnaöflunarinnar væru fyrst og fremst „veiðiferð“ til að komast í fjárhagsupplýsingar hjónanna, hvort sem þær tengdust Glitni eða ekki. Niðurstaða hans var að engar upplýsingar skyldu opinberaðar nema þær sem tengdust beint verðmæti einnar íbúðarinnar að Gramercy Park og veði Glitnis í henni. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Baugsmál, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Gerald Sullenbereger Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag. Slitastjórnin stefndi bönkunum tveimur, Citigroup og Royal Bank of Canada, og hússtjórninni að Gramercy Park North 50, þar sem hjónin áttu íbúðir, til afhendingar gagnanna í fyrravor í tengslum við risavaxið skaðabótamál á hendur sjö manns tengdum Glitni. Upplýsingarnar sem um ræðir eru annars vegar reikningsyfirlit og viðskiptasaga þeirra úr bönkunum tveimur, öll samskipti við bankana og hvaðeina sem til væri um fjárhag þeirra, eignir og annað. Frá hússtjórninni var farið fram á ítarlegar fjárhags- og persónuupplýsingar sem hjónin þurftu að skila inn þegar íbúðirnar voru keyptar, meðal annars skattframtöl aftur í tímann og reikningsyfirlit. Slitastjórnin taldi að allar þessar upplýsingar væru ákaflega mikilvægar fyrir málareksturinn þar ytra, enda gætu þær sýnt fram á það hvert fjármunirnir runnu sem hjónin og meintir samverkamenn þeirra áttu að hafa sogið út úr Glitni með viðamiklu samsæri. Jón Ásgeir og Ingibjörg mótmæltu þessari kröfu hins vegar harðlega, sögðu upplýsingarnar ákaflega viðkvæmar og persónulegar og kæmu málinu ekki við á nokkurn hátt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skaðabótamáli slitastjórnarinnar meðal annars verið vísað frá dómi þar sem ekki var talinn grundvöllur fyrir því að höfða það í New York. Þeirri niðurstöðu hefur slitastjórnin áfrýjað. Kröfunni um opinberun gagnanna var hins vegar haldið lifandi fyrir gjaldþrotadómstól þar sem þau væru talin mikilvæg fyrir slitameðferð þrotabús Glitnis. Í apríl síðastliðnum féllst dómstóllinn á kröfuna og úrskurðaði að gögnin skyldu opinberuð. Jón Ásgeir og Ingibjörg kröfðust þess í kjölfarið að úrskurðurinn yrði ógiltur með sömu rökum og þau höfðu tíundað í málarekstrinum í fyrra. Fyrir helgi féllst svo gjaldþrotadómstóllinn á ógildingarkröfuna að langstærstum hluta. Dómarinn Stuart M. Bernstein sagði að stefnurnar til gagnaöflunarinnar væru fyrst og fremst „veiðiferð“ til að komast í fjárhagsupplýsingar hjónanna, hvort sem þær tengdust Glitni eða ekki. Niðurstaða hans var að engar upplýsingar skyldu opinberaðar nema þær sem tengdust beint verðmæti einnar íbúðarinnar að Gramercy Park og veði Glitnis í henni. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira