Símenntun er hvati til framfara 9. ágúst 2011 12:23 "Símenntun er hvati til framfara – þannig gerum við þekkingu enn aðgengilegri,“ segir Guðrún Högnadóttir hjá HR, sem er til hægri á myndinni, með henni er Salóme Guðmundsdóttur. Mynd/GVA Hlutverk Opna háskólans í HR er að auka samkeppnishæfni og lífsgæði með því að bjóða fagtengda símenntun, stjórnendaþjálfun og aðrar hagnýtar námsleiðir til lífstíðarlærdóms utan hefðbundinna námsbrauta HR í samstarfi við akademískar deildir HR og atvinnulífið," segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri. „Hingað koma nemendur í nám en ganga út með nýja sýn og raunhæfar hugmyndir auk færni, kjarks og getu til að takast á við fjölbreyttar áskoranir og tækifæri í okkar samfélagi. Tæplega níu þúsund þátttakendur sóttu viðburði á okkar vegum í fyrra og þátttaka erlendra nemenda fer stöðugt vaxandi – með innflutningi nemenda og útflutningi kennara." Guðrún leggur áherslu á stöðuga þörf lífstíðarlærdóms. „Símenntun er hvati framfara – þannig gerum við þekkingu enn aðgengilegri, sem eykur skilning, sátt og sóknarfæri í okkar samfélagi. Fjöldi nýrra námsleiða er í boði við Opna háskólann í haust og skráning hefur farið firna vel af stað." Salóme Guðmundsdóttir verkefnastjóri segir að til viðbótar við fjölbreytt úrval námskeiða á haustönn hafi verið bætt við nýjum námsleiðum. „Þar má meðal annars nefna Mannauðsstjórnun – HRE (Human Resource Expert) og Viðskipti um vefinn sem hefur verið unnið í nánu samstarfi við sérfræðinga innan viðkomandi greina til að mæta vaxandi eftirspurn eftir námskeiðum á þessum sviðum." Hún segir að Opni háskólinn bjóði einnig upp á sérsniðnar lausnir og aðlagi námskeið að þörfum fyrirtækja og atvinnugreina. „Auk þess er í boði fjöldi opinna námskeiða fyrir stjórnendur í íslensku atvinnulífi. Við munum einnig í annað sinn bjóða upp á PMD-stjórnendanám HR sem er sérlega hentugt fyrir stjórnendur sem vilja efla hæfni sína með öflugri námslínu, án þess að skuldbinda sig til margra ára náms." Sérblöð Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Hlutverk Opna háskólans í HR er að auka samkeppnishæfni og lífsgæði með því að bjóða fagtengda símenntun, stjórnendaþjálfun og aðrar hagnýtar námsleiðir til lífstíðarlærdóms utan hefðbundinna námsbrauta HR í samstarfi við akademískar deildir HR og atvinnulífið," segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri. „Hingað koma nemendur í nám en ganga út með nýja sýn og raunhæfar hugmyndir auk færni, kjarks og getu til að takast á við fjölbreyttar áskoranir og tækifæri í okkar samfélagi. Tæplega níu þúsund þátttakendur sóttu viðburði á okkar vegum í fyrra og þátttaka erlendra nemenda fer stöðugt vaxandi – með innflutningi nemenda og útflutningi kennara." Guðrún leggur áherslu á stöðuga þörf lífstíðarlærdóms. „Símenntun er hvati framfara – þannig gerum við þekkingu enn aðgengilegri, sem eykur skilning, sátt og sóknarfæri í okkar samfélagi. Fjöldi nýrra námsleiða er í boði við Opna háskólann í haust og skráning hefur farið firna vel af stað." Salóme Guðmundsdóttir verkefnastjóri segir að til viðbótar við fjölbreytt úrval námskeiða á haustönn hafi verið bætt við nýjum námsleiðum. „Þar má meðal annars nefna Mannauðsstjórnun – HRE (Human Resource Expert) og Viðskipti um vefinn sem hefur verið unnið í nánu samstarfi við sérfræðinga innan viðkomandi greina til að mæta vaxandi eftirspurn eftir námskeiðum á þessum sviðum." Hún segir að Opni háskólinn bjóði einnig upp á sérsniðnar lausnir og aðlagi námskeið að þörfum fyrirtækja og atvinnugreina. „Auk þess er í boði fjöldi opinna námskeiða fyrir stjórnendur í íslensku atvinnulífi. Við munum einnig í annað sinn bjóða upp á PMD-stjórnendanám HR sem er sérlega hentugt fyrir stjórnendur sem vilja efla hæfni sína með öflugri námslínu, án þess að skuldbinda sig til margra ára náms."
Sérblöð Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira