Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi 30. júlí 2011 07:00 Við minningarathöfn í gær. Forseti norska þingsins, Dag Terje Andersen, ásamt leiðtogum jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum, Helle Thorning-Schmidt frá Danmörku, Haakan Juholt frá Svíþjóð, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Mikael Jungner frá Finnlandi. Mynd/AP Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Norðmenn minntust þess í gær að vika var liðin frá hryðjuverkunum sem urðu 77 manns að bana í Útey og í miðborg Óslóar. Verkamannaflokkurinn stóð fyrir minningarathöfn um hina látnu og töluðu bæði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og formaður flokksins, og Eskil Pedersen, formaður ungliðahreyfingar flokksins, í minningarathöfninni. „Vika er liðin frá því að illskan réðst á okkur," sagði Stoltenberg við minningarathöfnina. Leiðtogum jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum var boðið og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra meðal annars þátt í athöfninni. Minningarathöfn var einnig haldin í einni af moskum Óslóar og Stoltenberg hélt einnig ræðu þar. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á sameinaðan Noreg. „Við verðum eitt samfélag. Þvert á trúarbrögð, uppruna, kyn og stöðu." Hann sagði að hinir látnu yrðu heiðraðir með því að virða trú annarra og leyfa fjölbreytninni að blómstra. Fyrstu fórnarlömb árásanna voru borin til grafar í gær og minntist Stoltenberg þeirra sérstaklega. Hin átján ára gamla Bano Rashid og hinn nítján ára Ismail Haji Ahmed voru bæði skotin til bana í Útey. Breivik var fluttur úr fangelsi í yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. Fram að því hafði hann aðeins verið yfirheyrður í sjö klukkustundir í síðustu viku. Lögreglan sagði margar nýjar upplýsingar komnar fram í dagsljósið. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Norðmenn minntust þess í gær að vika var liðin frá hryðjuverkunum sem urðu 77 manns að bana í Útey og í miðborg Óslóar. Verkamannaflokkurinn stóð fyrir minningarathöfn um hina látnu og töluðu bæði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og formaður flokksins, og Eskil Pedersen, formaður ungliðahreyfingar flokksins, í minningarathöfninni. „Vika er liðin frá því að illskan réðst á okkur," sagði Stoltenberg við minningarathöfnina. Leiðtogum jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum var boðið og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra meðal annars þátt í athöfninni. Minningarathöfn var einnig haldin í einni af moskum Óslóar og Stoltenberg hélt einnig ræðu þar. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á sameinaðan Noreg. „Við verðum eitt samfélag. Þvert á trúarbrögð, uppruna, kyn og stöðu." Hann sagði að hinir látnu yrðu heiðraðir með því að virða trú annarra og leyfa fjölbreytninni að blómstra. Fyrstu fórnarlömb árásanna voru borin til grafar í gær og minntist Stoltenberg þeirra sérstaklega. Hin átján ára gamla Bano Rashid og hinn nítján ára Ismail Haji Ahmed voru bæði skotin til bana í Útey. Breivik var fluttur úr fangelsi í yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. Fram að því hafði hann aðeins verið yfirheyrður í sjö klukkustundir í síðustu viku. Lögreglan sagði margar nýjar upplýsingar komnar fram í dagsljósið. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira