Strákarnir í stuði í Leirunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2011 07:00 Axel Bóasson sló frábærlega í gær, jafnaði vallarmetið og var nálægt því að bæta það í lokapúttinu. Mynd/Stefán Garðarsson/GSÍ Axel Bóasson 21 árs kylfingur úr Keili spilaði manna best á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik á Hólmsvelli í Leiru á Suðurnesjum í gær. Axel lék hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins og jafnaði vallarmetið. Hann var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Sæla, gleði, gleði og allir sáttir með þetta,“ voru fyrstu viðbrögð Axels sem deilir vallarmetinu sem Gunnar Þór Jóhannsson setti fyrir tíu árum. Axel segir Hólmsvöllinn henta sér vel. „Það má segja það. Að geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna. Ég er búinn að slá vel og þetta var vandræðalaust eins og sagt er,“ sagði Axel. Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili fylgja fast á hæla Axels. Alfreð og Kristján spiluðu hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Það var ekkert að detta á fyrri níu en svo datt fullt niður á seinni níu. Góð tveggja til þriggja metra pútt sem ég var að setja ofan í,“ sagði Alfreð Brynjar. Hann sagði hringinn sinn með besta í móti í sumar en þó hefðu fleiri pútt mátt detta. Kristján Þór tók í sama streng. „Þetta er fyrsti hringurinn sem ég spila í sumar án þess að tapa höggi þannig að ég myndi segja að þetta væri besti hringurinn minn í sumar,“ sagði Kristján Þór sem lauk hringnum á glæsilegum erni á 18. holu. Kristján Þór, sem spilað hefur háskólagolf í Bandaríkjunum í vetur líkt og Axel, hefur glímt við smávegis meiðsli í úlnliðnum. „Ég fann aðeins fyrir þessu í lok hringsins. Ákveðnar hreyfingar voru óþægilegar. Ég ætla að bera krem á þetta og vona það besta.“ Aðstæður voru frábærar í Leirunni í gær. Nokkuð stillt, kargi í lágmarki og því breiðar brautir sem henta vel högglöngum kylfingum. Draumaaðstæður fyrir þá sem kjósa lengd fram yfir nákvæmni í upphafshöggum sínum. „Það má segja það. Geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna,“ sagði Axel sem ætlar að styðjast við sömu uppskrift í dag og skóp árangur hans í gær. „Sama hugarfar. Vera rólegur og hafa gaman af þessu,“ sagði Axel. Dregið var í ráshópa gærdagsins en í dag verða kylfingar ræstir út miðað við frammistöðuna í gær. Axel, Alfreð Brynjar og Kristján Þór fara því síðastir út eftir hádegi. 72 kylfingar komast í gegnum niðurskurðinn í karlaflokki fyrir síðustu 36 holurnar sem leiknar verða um helgina. Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel Bóasson 21 árs kylfingur úr Keili spilaði manna best á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik á Hólmsvelli í Leiru á Suðurnesjum í gær. Axel lék hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins og jafnaði vallarmetið. Hann var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Sæla, gleði, gleði og allir sáttir með þetta,“ voru fyrstu viðbrögð Axels sem deilir vallarmetinu sem Gunnar Þór Jóhannsson setti fyrir tíu árum. Axel segir Hólmsvöllinn henta sér vel. „Það má segja það. Að geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna. Ég er búinn að slá vel og þetta var vandræðalaust eins og sagt er,“ sagði Axel. Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili fylgja fast á hæla Axels. Alfreð og Kristján spiluðu hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Það var ekkert að detta á fyrri níu en svo datt fullt niður á seinni níu. Góð tveggja til þriggja metra pútt sem ég var að setja ofan í,“ sagði Alfreð Brynjar. Hann sagði hringinn sinn með besta í móti í sumar en þó hefðu fleiri pútt mátt detta. Kristján Þór tók í sama streng. „Þetta er fyrsti hringurinn sem ég spila í sumar án þess að tapa höggi þannig að ég myndi segja að þetta væri besti hringurinn minn í sumar,“ sagði Kristján Þór sem lauk hringnum á glæsilegum erni á 18. holu. Kristján Þór, sem spilað hefur háskólagolf í Bandaríkjunum í vetur líkt og Axel, hefur glímt við smávegis meiðsli í úlnliðnum. „Ég fann aðeins fyrir þessu í lok hringsins. Ákveðnar hreyfingar voru óþægilegar. Ég ætla að bera krem á þetta og vona það besta.“ Aðstæður voru frábærar í Leirunni í gær. Nokkuð stillt, kargi í lágmarki og því breiðar brautir sem henta vel högglöngum kylfingum. Draumaaðstæður fyrir þá sem kjósa lengd fram yfir nákvæmni í upphafshöggum sínum. „Það má segja það. Geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna,“ sagði Axel sem ætlar að styðjast við sömu uppskrift í dag og skóp árangur hans í gær. „Sama hugarfar. Vera rólegur og hafa gaman af þessu,“ sagði Axel. Dregið var í ráshópa gærdagsins en í dag verða kylfingar ræstir út miðað við frammistöðuna í gær. Axel, Alfreð Brynjar og Kristján Þór fara því síðastir út eftir hádegi. 72 kylfingar komast í gegnum niðurskurðinn í karlaflokki fyrir síðustu 36 holurnar sem leiknar verða um helgina.
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira