Allra augu eru á Rory McIlroy Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júlí 2011 07:00 Bretar setja allt sitt traust á Rory McIlroy næstu fjóra daga. nordic photos/afp Opna breska meistaramótið hefst í dag á Royal St. George-vellinum. Það er óhætt að segja að allra augu verða á hinum 22 ára gamla Norður-Íra, Rory McIlroy. Hann gerði sér lítið fyrir og vann opna bandaríska mótið á dögunum og er undir mikilli pressu fyrir mótið. „Eftir opna bandaríska mótið þá er búist við miklu af mér og ég geri líka miklar kröfur til sjálfs mín. Það eru þrjár vikur frá opna bandaríska og ég er klár í slaginn,“ sagði McIlroy sem tók sér smá frí eftir sigurinn í Bandaríkjunum enda var áreitið afar mikið frá fjölmiðlum og fleirum.. Þegar McIlroy vann opna bandaríska varð hann yngsti sigurvegari mótsins frá 1923. Vinni hann opna breska verður hann yngsti sigurvegari þess móts frá 1893. „Það var allt brjálað í lífi mínu fyrstu tíu dagana eftir að ég vann í Bandaríkjunum. Síðustu tíu dagar hafa verið rólegri. Lífið er farið að ganga sinn vanagang á ný og mér finnst undirbúningurinn hafa gengið vel.“ McIlroy klúðraði góðri forystu á lokahring Masters en sýndi á opna bandaríska að sú reynsla hafði engin áhrif á hann. Kylfingurinn ungi segist mæta rólegur og afslappaður til leiks þrátt fyrir öll lætin í kringum sig. „Miðað við öll lætin er auðveldast af öllu að spila golf. Þá kemst maður frá öllu. Ég gleymi því sem búið er að gerast og einbeiti mér að því að vinna annað golfmót. Á vellinum fæ ég fimm klukkutíma fyrir sjálfan mig. Það er mjög þægilegt. Ég elska að vera á golfvellinum og hlakka bara til að spila næstu dagana,” sagði Norður-Írinn rólegur og yfirvegaður. Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Opna breska meistaramótið hefst í dag á Royal St. George-vellinum. Það er óhætt að segja að allra augu verða á hinum 22 ára gamla Norður-Íra, Rory McIlroy. Hann gerði sér lítið fyrir og vann opna bandaríska mótið á dögunum og er undir mikilli pressu fyrir mótið. „Eftir opna bandaríska mótið þá er búist við miklu af mér og ég geri líka miklar kröfur til sjálfs mín. Það eru þrjár vikur frá opna bandaríska og ég er klár í slaginn,“ sagði McIlroy sem tók sér smá frí eftir sigurinn í Bandaríkjunum enda var áreitið afar mikið frá fjölmiðlum og fleirum.. Þegar McIlroy vann opna bandaríska varð hann yngsti sigurvegari mótsins frá 1923. Vinni hann opna breska verður hann yngsti sigurvegari þess móts frá 1893. „Það var allt brjálað í lífi mínu fyrstu tíu dagana eftir að ég vann í Bandaríkjunum. Síðustu tíu dagar hafa verið rólegri. Lífið er farið að ganga sinn vanagang á ný og mér finnst undirbúningurinn hafa gengið vel.“ McIlroy klúðraði góðri forystu á lokahring Masters en sýndi á opna bandaríska að sú reynsla hafði engin áhrif á hann. Kylfingurinn ungi segist mæta rólegur og afslappaður til leiks þrátt fyrir öll lætin í kringum sig. „Miðað við öll lætin er auðveldast af öllu að spila golf. Þá kemst maður frá öllu. Ég gleymi því sem búið er að gerast og einbeiti mér að því að vinna annað golfmót. Á vellinum fæ ég fimm klukkutíma fyrir sjálfan mig. Það er mjög þægilegt. Ég elska að vera á golfvellinum og hlakka bara til að spila næstu dagana,” sagði Norður-Írinn rólegur og yfirvegaður.
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira