Lampi í anda Eyjafjallajökuls 29. júní 2011 14:00 Lampinn, sem er innblásinn af öskuskýinu úr Eyjafjallajökli, hefur vakið mikla athygli. „Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull. Lampinn hefur vakið mikla athygli í hönnunarheiminum fyrir frumleika, en eldgosið er fyrirmynd lampans. Göransson er þekkt í heimalandi sínu, en hún einbeitir sér að því að nota náttúruna sem innblástur í allri sinni hönnun. „Öskuskýið sem kom frá Eyjafjallajökli var rosalega fallegt en á sama tíma mjög ógnvekjandi. Ég byrjaði á því að klippa út og geyma myndir af eldgosinu sem ég fann í tímaritum og dagblöðum. Vinnustofan mín var undirlögð af myndum af öskuskýinu á tímabili i hönnunarferlinu," segir Göransson, en það var í byrjun þessa árs sem tilbúin útgáfa af lampanum byrjaði að flakka milli hönnunarsýninga. Mikil eftirspurn er eftir lampanum, sem kemur í verslanir úti um allan heim í haust. Óvíst er þó hvort lampinn á eftir að fást hér á landi. „Ég hef því miður aldrei komið til Íslands en mig dreymir að koma og fá að upplifa landslagið og náttúruna. Það er aldrei að vita nema draumurinn rætist í haust." Eyjafjallajökull er svo sannarlega orðinn þekkt nafn á alþjóðavísu og er Göransson ekki sú fyrsta sem notar hann sem fyrirmynd í hönnun. Úraframleiðandinn Romain Jerome er með armbandsúr í sinni línu þar sem askan frá eldgosinu er notuð í skífu úrsins. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hannaði ilminn EFJ Eyjafjallajökull fyrr á þessu ári og íslenska fatamerkið E Label var með boli með mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli í síðustu vetrarlínu sinni, hannaðri af Hörpu Einarsdóttur.- áp Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull. Lampinn hefur vakið mikla athygli í hönnunarheiminum fyrir frumleika, en eldgosið er fyrirmynd lampans. Göransson er þekkt í heimalandi sínu, en hún einbeitir sér að því að nota náttúruna sem innblástur í allri sinni hönnun. „Öskuskýið sem kom frá Eyjafjallajökli var rosalega fallegt en á sama tíma mjög ógnvekjandi. Ég byrjaði á því að klippa út og geyma myndir af eldgosinu sem ég fann í tímaritum og dagblöðum. Vinnustofan mín var undirlögð af myndum af öskuskýinu á tímabili i hönnunarferlinu," segir Göransson, en það var í byrjun þessa árs sem tilbúin útgáfa af lampanum byrjaði að flakka milli hönnunarsýninga. Mikil eftirspurn er eftir lampanum, sem kemur í verslanir úti um allan heim í haust. Óvíst er þó hvort lampinn á eftir að fást hér á landi. „Ég hef því miður aldrei komið til Íslands en mig dreymir að koma og fá að upplifa landslagið og náttúruna. Það er aldrei að vita nema draumurinn rætist í haust." Eyjafjallajökull er svo sannarlega orðinn þekkt nafn á alþjóðavísu og er Göransson ekki sú fyrsta sem notar hann sem fyrirmynd í hönnun. Úraframleiðandinn Romain Jerome er með armbandsúr í sinni línu þar sem askan frá eldgosinu er notuð í skífu úrsins. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hannaði ilminn EFJ Eyjafjallajökull fyrr á þessu ári og íslenska fatamerkið E Label var með boli með mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli í síðustu vetrarlínu sinni, hannaðri af Hörpu Einarsdóttur.- áp
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira