Umræðan má ekki hljóðna Ólína Þorvarðardóttir skrifar 18. júní 2011 07:00 Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun