Opið bréf til Gunnars Smára Egilssonar, formanns SÁÁ Sigurður Örn Hektorsson skrifar 8. júní 2011 06:00 Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu. Og ég vona að þú haldir ekki að þú talir fyrir hönd hinna ágætu, reynslumiklu og vel menntuðu lækna á Vogi, því málið er talsvert flóknara en þú stillir því upp. Auk þess að vera geðlæknir á fíknigeðdeild LSH, með bandarískt sérfræðipróf í fíknisjúkdómum, þá starfa ég einnig á geðlæknastofu – og sinni þar meðal annars ADHD-sjúklingum – auk fjölda fólks með fíknisjúkdóma – virka og óvirka – rétt eins og þorri geðlækna gerir að meira eða minna leyti. Ég tel mig því hafa allgóða þekkingu bæði á fíknisjúkdómum og ADHD-sjúkdómnum, enda stunda ég sjúklinga í báðum þessum hópum. Um tilvist ADHD sem sjúkdóms efast fæstir sérfræðingar lengur, og vart mikið meira en um tilvist fíknar sem sjúkdóms. Er greining ADHD sem sjúkdóms alls ekki jafnumdeild og þú heldur fram, fremur en fíknisjúkdómsgreiningin. Velmenntaðir læknar á sviði fíknar og/eða ADHD vita að hvort tveggja er sjúkdómur með sterkan erfðaþátt. Um það vitnar aragrúi vísindalegra heimilda, sem þú þyrftir að skoða áður en þú fullyrðir út í bláinn um greiningu og meðferð ADHD, bæði hjá börnum og fullorðnum. Þér til málsbóta fór formaður Læknafélags Íslands reyndar ekki alls kostar með rétt mál í Kastljósi um skilning sérfræðilækna á ADHD fullorðinna, enda átti viðtalið ekki fyrst og fremst að snúast um sérþekkingu formannsins á ADHD-sjúkdómi og meðferð. Hefur þú áreiðanlegar heimildir fyrir því að árangur í kjörmeðferð við ADHD sé lakari en árangur í kjörmeðferð fíknisjúkdóma? Ef svo er, sýndu okkur þær heimildir. Í báðum tilvikum sýna rannsóknir okkur að árangur meðferðar er raunar ekkert síðri en við aðra langvinna sjúkdóma, s.s. háþrýsting eða sykursýki. Barátta SÁÁ gegn fordómum í garð áfengissjúkra og annarra fíkla er lofsverð – fyrr og síðar. En gáðu að því að fíknisjúkdómar eru algengari meðal ADHD-sjúklinga. Það má líka segja að margir með fíknisjúkdóma hafi þróað þá með sér einmitt vegna ADHD-sjúkdómsins. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ADHD sé sjálfstæður áhættuþáttur í þróun fíknisjúkdóma. Því fyrr sem ADHD er tekinn til meðferðar, m.a. með lyfjum, og helst á barnsaldri, þeim mun síður þróa ungmenni með sér fíkn, að því nú er talið. Meðferð þeirra sjúklinga sem glíma við báða sjúkdómana er afar erfið. Fíknimeðferð þeirra er nauðsynleg og hefur oftast forgang – en því miður er hún ekki nægileg. Þeir þurfa líka meðferð við ADHD, meðal annars lyfjameðferð. Hvernig sprautufíklar og dópsalar færa sér metýlfenídat (einkum Ritalin) í nyt sem dóp – með umbreytingu gagnlegs lyfs í eiturlyf – er sorglegri staðreynd en tárum tekur, sem við öll viljum uppræta – með öllum tiltækum ráðum. Vonandi eru stjórnvöld raunverulega reiðubúin til að kosta þeim fjármunum sem þarf í þá baráttu sem framundan er næstu vikur og mánuði – einkum með hertu eftirliti landlæknis og endurbótum á lyfjagagnagrunni. En sem betur fer eru þeir miklu fleiri sem njóta verulegs gagns og bata af meðferð við ADHD með metýlfenídati (Ritalini), án þess að misnota þetta vandmeðfarna en árangursríka lyf. Við megum heldur ekki missa sjónar á stóra fíknivandanum í heild sinni og fylgifiskum hans. Þótt aðgengi sprautufíkla að metýlfenídati (Ritalini) sé stóralvarlegt mál, þarf líka að leita svara við því hvers vegna kornungt fólk á Íslandi verður yfirhöfuð sprautufíklar – hvert svo sem eiturlyfið er. Þar kemur margt til. Fjölmargir þeirra sjúklinga sem nú eru til meðferðar hjá SÁÁ þjást af ADHD, svo dæmi sé tekið, en hafa aldrei fengið tilhlýðilega meðferð við þeim sjúkdómi – og fá hana jafnvel aldrei – meðal annars vegna fordóma. Fordómar í garð þeirra hjálpa ekki – og síst þegar þeir koma frá jafnvirtri meðferðarstofnun og SÁÁ. Þú sérð ofsjónum yfir lyfjakostnaði við meðferð ADHD-barna og -fullorðinna. Vera má að metýlfenidati sé ávísað meira en góðu hófi gegnir á Íslandi – um það má deila. Langvirku lyfjaformin Ritalin Uno og Concerta eru mjög dýr (rétt eins og forðalyfið sem er til prófunar hjá SÁÁ við amfetamínfíkn – sem einnig er notað við áfengisfíkn). En til meðferðar fíknisjúkdóma á Íslandi er þrátt fyrir allt líka miklu til kostað – enda seint of vel gert – þótt nú í kreppu sé skorið við nögl. Ekki teljast þar einasta fjárframlög skattborgaranna til SÁÁ og LSH, því umfram þau hafa landsmenn sem betur fer tíðum verið rausnarlegir í fjáröflunarherferðum SÁÁ. Hvort sá kostnaður samanlagður er meiri eða minni en kostnaður við meðferð ADHD barna og fullorðinna læt ég ósagt, enda þjónar slíkur metingur engum tilgangi. Að lokum: Hvernig þú ræðst opinberlega að Grétari Sigurbergssyni geðlækni finnst mér ósmekkleg, ómakleg og hrokafull nálgun. Þar nánast hæðist þú að sjúklingum hans og ADHD-samtökunum. Grétar er frumkvöðull á Íslandi í meðferð ADHD-sjúklinga. ADHD-sjúklingar sem eru og hafa verið til meðferðar hjá honum undanfarna áratugi skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Án efa þakka honum fjölmargir þeirra skilning hans á sjúkdómnum, bata og árangur. Eðli málsins samkvæmt er ugglaust einnig við því að búast að einhverjir þeirra hafi orðið fíkninni að bráð, eins og vikið var að hér að framan. Er það því miður oft eðli þeirra sjúkdóma sem hér um ræðir og fara tíðum saman. Vona ég innilega að þeir fordómar, sem gegnsýra grein þína, séu ekki það sem koma skal úr ranni nýkjörins formanns SÁÁ – heldur eigir þú eftir að sjóast betur í þeim ólgusjó sem hér er til umræðu. Höfundur er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Lyf Fíkn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu. Og ég vona að þú haldir ekki að þú talir fyrir hönd hinna ágætu, reynslumiklu og vel menntuðu lækna á Vogi, því málið er talsvert flóknara en þú stillir því upp. Auk þess að vera geðlæknir á fíknigeðdeild LSH, með bandarískt sérfræðipróf í fíknisjúkdómum, þá starfa ég einnig á geðlæknastofu – og sinni þar meðal annars ADHD-sjúklingum – auk fjölda fólks með fíknisjúkdóma – virka og óvirka – rétt eins og þorri geðlækna gerir að meira eða minna leyti. Ég tel mig því hafa allgóða þekkingu bæði á fíknisjúkdómum og ADHD-sjúkdómnum, enda stunda ég sjúklinga í báðum þessum hópum. Um tilvist ADHD sem sjúkdóms efast fæstir sérfræðingar lengur, og vart mikið meira en um tilvist fíknar sem sjúkdóms. Er greining ADHD sem sjúkdóms alls ekki jafnumdeild og þú heldur fram, fremur en fíknisjúkdómsgreiningin. Velmenntaðir læknar á sviði fíknar og/eða ADHD vita að hvort tveggja er sjúkdómur með sterkan erfðaþátt. Um það vitnar aragrúi vísindalegra heimilda, sem þú þyrftir að skoða áður en þú fullyrðir út í bláinn um greiningu og meðferð ADHD, bæði hjá börnum og fullorðnum. Þér til málsbóta fór formaður Læknafélags Íslands reyndar ekki alls kostar með rétt mál í Kastljósi um skilning sérfræðilækna á ADHD fullorðinna, enda átti viðtalið ekki fyrst og fremst að snúast um sérþekkingu formannsins á ADHD-sjúkdómi og meðferð. Hefur þú áreiðanlegar heimildir fyrir því að árangur í kjörmeðferð við ADHD sé lakari en árangur í kjörmeðferð fíknisjúkdóma? Ef svo er, sýndu okkur þær heimildir. Í báðum tilvikum sýna rannsóknir okkur að árangur meðferðar er raunar ekkert síðri en við aðra langvinna sjúkdóma, s.s. háþrýsting eða sykursýki. Barátta SÁÁ gegn fordómum í garð áfengissjúkra og annarra fíkla er lofsverð – fyrr og síðar. En gáðu að því að fíknisjúkdómar eru algengari meðal ADHD-sjúklinga. Það má líka segja að margir með fíknisjúkdóma hafi þróað þá með sér einmitt vegna ADHD-sjúkdómsins. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ADHD sé sjálfstæður áhættuþáttur í þróun fíknisjúkdóma. Því fyrr sem ADHD er tekinn til meðferðar, m.a. með lyfjum, og helst á barnsaldri, þeim mun síður þróa ungmenni með sér fíkn, að því nú er talið. Meðferð þeirra sjúklinga sem glíma við báða sjúkdómana er afar erfið. Fíknimeðferð þeirra er nauðsynleg og hefur oftast forgang – en því miður er hún ekki nægileg. Þeir þurfa líka meðferð við ADHD, meðal annars lyfjameðferð. Hvernig sprautufíklar og dópsalar færa sér metýlfenídat (einkum Ritalin) í nyt sem dóp – með umbreytingu gagnlegs lyfs í eiturlyf – er sorglegri staðreynd en tárum tekur, sem við öll viljum uppræta – með öllum tiltækum ráðum. Vonandi eru stjórnvöld raunverulega reiðubúin til að kosta þeim fjármunum sem þarf í þá baráttu sem framundan er næstu vikur og mánuði – einkum með hertu eftirliti landlæknis og endurbótum á lyfjagagnagrunni. En sem betur fer eru þeir miklu fleiri sem njóta verulegs gagns og bata af meðferð við ADHD með metýlfenídati (Ritalini), án þess að misnota þetta vandmeðfarna en árangursríka lyf. Við megum heldur ekki missa sjónar á stóra fíknivandanum í heild sinni og fylgifiskum hans. Þótt aðgengi sprautufíkla að metýlfenídati (Ritalini) sé stóralvarlegt mál, þarf líka að leita svara við því hvers vegna kornungt fólk á Íslandi verður yfirhöfuð sprautufíklar – hvert svo sem eiturlyfið er. Þar kemur margt til. Fjölmargir þeirra sjúklinga sem nú eru til meðferðar hjá SÁÁ þjást af ADHD, svo dæmi sé tekið, en hafa aldrei fengið tilhlýðilega meðferð við þeim sjúkdómi – og fá hana jafnvel aldrei – meðal annars vegna fordóma. Fordómar í garð þeirra hjálpa ekki – og síst þegar þeir koma frá jafnvirtri meðferðarstofnun og SÁÁ. Þú sérð ofsjónum yfir lyfjakostnaði við meðferð ADHD-barna og -fullorðinna. Vera má að metýlfenidati sé ávísað meira en góðu hófi gegnir á Íslandi – um það má deila. Langvirku lyfjaformin Ritalin Uno og Concerta eru mjög dýr (rétt eins og forðalyfið sem er til prófunar hjá SÁÁ við amfetamínfíkn – sem einnig er notað við áfengisfíkn). En til meðferðar fíknisjúkdóma á Íslandi er þrátt fyrir allt líka miklu til kostað – enda seint of vel gert – þótt nú í kreppu sé skorið við nögl. Ekki teljast þar einasta fjárframlög skattborgaranna til SÁÁ og LSH, því umfram þau hafa landsmenn sem betur fer tíðum verið rausnarlegir í fjáröflunarherferðum SÁÁ. Hvort sá kostnaður samanlagður er meiri eða minni en kostnaður við meðferð ADHD barna og fullorðinna læt ég ósagt, enda þjónar slíkur metingur engum tilgangi. Að lokum: Hvernig þú ræðst opinberlega að Grétari Sigurbergssyni geðlækni finnst mér ósmekkleg, ómakleg og hrokafull nálgun. Þar nánast hæðist þú að sjúklingum hans og ADHD-samtökunum. Grétar er frumkvöðull á Íslandi í meðferð ADHD-sjúklinga. ADHD-sjúklingar sem eru og hafa verið til meðferðar hjá honum undanfarna áratugi skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Án efa þakka honum fjölmargir þeirra skilning hans á sjúkdómnum, bata og árangur. Eðli málsins samkvæmt er ugglaust einnig við því að búast að einhverjir þeirra hafi orðið fíkninni að bráð, eins og vikið var að hér að framan. Er það því miður oft eðli þeirra sjúkdóma sem hér um ræðir og fara tíðum saman. Vona ég innilega að þeir fordómar, sem gegnsýra grein þína, séu ekki það sem koma skal úr ranni nýkjörins formanns SÁÁ – heldur eigir þú eftir að sjóast betur í þeim ólgusjó sem hér er til umræðu. Höfundur er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun