Díoxínrannsókn svæfð af ráðuneytinu 14. maí 2011 09:00 mengunarvaldur Strax árið 1997 var rætt um að kanna díoxínmengun í umhverfinu. Sú könnun stendur nú yfir vegna Funamálsins. Nordicphotos/AFP Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur, sem birt var í vikunni, kemur fram að á árunum fyrir 2000 hófst mikil umræða í samfélaginu um nauðsyn þess að meta mengun af völdum díoxíns í íslenskri náttúru. Sumarið 1997 óskaði umhverfisráðuneytið eftir greinargerð frá Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, um hugsanlega díoxínmengun frá málmbrennslum á Íslandi. Ástæðan var skýrsla um mælingar á mengun á norðurheimsskautssvæðinu þar sem látið var að því liggja að díoxínmengun þar gæti átt uppruna sinn að rekja hingað til Íslands. Hollustuvernd taldi ekki ástæðu til að ætla að svo væri en hins vegar væri full ástæða til víðtækrar úttektar á menguninni frá íslenskum fyrirtækjum. Voru þar sorpbrennslur tilgreindar sem helsti mengunarvaldurinn. Ráðuneytið óskaði eftir tillögum frá Hollustuvernd um úttekt og kostnaðaráætlun. Hann var metinn fimmtán milljónir fyrir mælingar á landi, sjó og í lofti fyrir allt landið. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, segir ljóst að stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að ganga úr skugga um hversu mikil díoxínmengunin væri frá sorpbrennslunum. „Kostnaðurinn við það er ekki svo mikill að hann geti talist fyrirstaða. Ef það hefði verið gert fyrir árið 2000, þegar slík rannsókn á landsvísu var mest til umræðu, hefði það getað breytt áherslum umhverfisyfirvalda. Það kemur hins vegar fyrst í ljós árið 2011 hvort við sluppum fyrir horn eða hvort við þurfum að taka okkur verulega á og endurskoða þessa hluti frá grunni." Samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum lognaðist umræða um nauðsyn díoxínmælinga út af á aldamótaárinu. Þess í stað lögðu umhverfisyfirvöld ofuráherslu á að sækja um undanþágu frá tilskipun ESB um sorpbrennslu, en gögn sýna að ráðuneytið hóf þá vinnu árið 1997; á sama tíma og Hollustuvernd biðlaði til stofnunarinnar um rannsókn á díoxínmengun. Það er mat Ríkisendurskoðunar að ráðuneytið hafi brugðist í málinu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur, sem birt var í vikunni, kemur fram að á árunum fyrir 2000 hófst mikil umræða í samfélaginu um nauðsyn þess að meta mengun af völdum díoxíns í íslenskri náttúru. Sumarið 1997 óskaði umhverfisráðuneytið eftir greinargerð frá Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, um hugsanlega díoxínmengun frá málmbrennslum á Íslandi. Ástæðan var skýrsla um mælingar á mengun á norðurheimsskautssvæðinu þar sem látið var að því liggja að díoxínmengun þar gæti átt uppruna sinn að rekja hingað til Íslands. Hollustuvernd taldi ekki ástæðu til að ætla að svo væri en hins vegar væri full ástæða til víðtækrar úttektar á menguninni frá íslenskum fyrirtækjum. Voru þar sorpbrennslur tilgreindar sem helsti mengunarvaldurinn. Ráðuneytið óskaði eftir tillögum frá Hollustuvernd um úttekt og kostnaðaráætlun. Hann var metinn fimmtán milljónir fyrir mælingar á landi, sjó og í lofti fyrir allt landið. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, segir ljóst að stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að ganga úr skugga um hversu mikil díoxínmengunin væri frá sorpbrennslunum. „Kostnaðurinn við það er ekki svo mikill að hann geti talist fyrirstaða. Ef það hefði verið gert fyrir árið 2000, þegar slík rannsókn á landsvísu var mest til umræðu, hefði það getað breytt áherslum umhverfisyfirvalda. Það kemur hins vegar fyrst í ljós árið 2011 hvort við sluppum fyrir horn eða hvort við þurfum að taka okkur verulega á og endurskoða þessa hluti frá grunni." Samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum lognaðist umræða um nauðsyn díoxínmælinga út af á aldamótaárinu. Þess í stað lögðu umhverfisyfirvöld ofuráherslu á að sækja um undanþágu frá tilskipun ESB um sorpbrennslu, en gögn sýna að ráðuneytið hóf þá vinnu árið 1997; á sama tíma og Hollustuvernd biðlaði til stofnunarinnar um rannsókn á díoxínmengun. Það er mat Ríkisendurskoðunar að ráðuneytið hafi brugðist í málinu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira