Óttast að fá ekki að njóta uppbyggingar fiskistofna 12. maí 2011 06:15 Breytingar Útvegsmenn segja lítið vit í að draga hundruð báta á sjó til strandveiða á meðan atvinnumenn í greininni sitji atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. Fréttablaðið/stefán Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira