Menntun kvenna lykill að velferð barna Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. maí 2011 06:00 Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun