Innlent

Vandamálið er ekki nýtt af nálinni

Baldursgata 32 Baldursgata 32 er eitt af þeim húsum í miðborginni sem staðið hefur til að rífa, en árið 2008 varð eldsvoði í húsinu og það stendur enn óhreyft.fréttablaðið/anton
Baldursgata 32 Baldursgata 32 er eitt af þeim húsum í miðborginni sem staðið hefur til að rífa, en árið 2008 varð eldsvoði í húsinu og það stendur enn óhreyft.fréttablaðið/anton
nikulás Úlfar Másson
Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, segir ástandið á hinum fjölmörgu niðurníddu húsum í miðborg Reykjavíkur mikið vandamál.

„Þetta er okkar sameiginlega umhverfi og það rými sem við eyðum lífinu í. Við eigum rétt á því að farið sé vel með það,“ segir Nikulás. Hann segir þó vandamálið ekki nýtt af nálinni og lengi hafi staðið til að gera eitthvað í málunum. Ástæðurnar séu ýmist skipulag eða skipulagsleysi, en almennt sé ekki farið nógu vel með eldri hús í miðborginni.

„Það þarf að afmarka skilmerkilega afstöðu Reykjavíkurborgar varðandi varðveislu þess sem telst vera söguleg eign borgarinnar,“ segir Nikulás. „Svo þau standist ágjöf verktaka og annara sem vilja þessi hús í burtu af einhverjum öðrum sjónarmiðum en menningarlegum.“

Nikulás er þó bjartsýnn á að borgaryfirvöld taki við sér og muni í auknum mæli nýta sér heimildir til framkvæmda. Nauðsynlegt sé að stefnumótun verði fest í sessi um varðveislu á eldri svæðum borgarinnar og ráðist verði í að finna lausn á þeim vanda sem hafi skapast.

„Ég er bjartsýnn á að þetta fari að ná í gegn og kröftug stefna verði mótuð er varðar varðveislu byggðarinnar innan Hringbrautar og Snorrabrautar,“ segir hann.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×