Að bera fyrir sig börn Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar 7. apríl 2011 07:00 Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun