Mannréttindi eign fjármagnseigenda? 7. apríl 2011 05:00 Ég ætla að segja nei við lögunum um Icesave III samninginn því lögin misbjóða minni siðferðisvitund. Ein helstu rök sem hafa verið borin fyrir því að íslenskri alþýðu beri að bæta tjón innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi eru að þeim hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis. ESA hefur sent íslenskum yfirvöldum áminningarbréf um hugsanlegt brot Íslands gegn þessari grunnreglu EES-samningsins. Þá er verið að tala um mismunun á innistæðueigendum á Íslandi annars vegar, og innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi hinsvegar. EES samningurinn verndar þannig innistæðueigendur bankans og mér finnst ekkert rangt við að EFTA dómstóllinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á ráðstöfun eigna bankans hafi verið að ræða. En hvernig er hægt að blanda inn í þetta íslenskri alþýðu? Ef dæma á alþýðu skaðabótaskylda á tjóni sem einkarekstur innan vébanda Evrópusambandsins veldur, ber að hafa í huga grunnreglu EES um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvernig gæti EFTA dómstóllinn þá nokkurn tímann með góðu móti rökstutt að íslensk alþýða eigi á grundvelli þjóðernis eingöngu að bera ábyrgð á slíku tjóni? Ef einhver alþýða er gerð fjárhagslega ábyrg á slíku tjóni hlýtur jafnt eiga að ganga yfir alla alþýðu innan vébanda Evrópusambandsins, samkvæmt grunnreglu EES samningsins um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Því lít ég svo á að hugsanleg mismunun á innistæðueigendum Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum geti átt sér stað, en þessi mismunun jafngildir ekki því að hægt sé að gera skaðabótakröfu á íslenska alþýðu, slíkt brýtur gegn sömu grundvallarreglu. Nema jú ef EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi séu eign fjármagnseigenda eingöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja nei við lögunum um Icesave III samninginn því lögin misbjóða minni siðferðisvitund. Ein helstu rök sem hafa verið borin fyrir því að íslenskri alþýðu beri að bæta tjón innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi eru að þeim hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis. ESA hefur sent íslenskum yfirvöldum áminningarbréf um hugsanlegt brot Íslands gegn þessari grunnreglu EES-samningsins. Þá er verið að tala um mismunun á innistæðueigendum á Íslandi annars vegar, og innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi hinsvegar. EES samningurinn verndar þannig innistæðueigendur bankans og mér finnst ekkert rangt við að EFTA dómstóllinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á ráðstöfun eigna bankans hafi verið að ræða. En hvernig er hægt að blanda inn í þetta íslenskri alþýðu? Ef dæma á alþýðu skaðabótaskylda á tjóni sem einkarekstur innan vébanda Evrópusambandsins veldur, ber að hafa í huga grunnreglu EES um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvernig gæti EFTA dómstóllinn þá nokkurn tímann með góðu móti rökstutt að íslensk alþýða eigi á grundvelli þjóðernis eingöngu að bera ábyrgð á slíku tjóni? Ef einhver alþýða er gerð fjárhagslega ábyrg á slíku tjóni hlýtur jafnt eiga að ganga yfir alla alþýðu innan vébanda Evrópusambandsins, samkvæmt grunnreglu EES samningsins um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Því lít ég svo á að hugsanleg mismunun á innistæðueigendum Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum geti átt sér stað, en þessi mismunun jafngildir ekki því að hægt sé að gera skaðabótakröfu á íslenska alþýðu, slíkt brýtur gegn sömu grundvallarreglu. Nema jú ef EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi séu eign fjármagnseigenda eingöngu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar