Æseifskviða Gylfi Magnússon skrifar 6. apríl 2011 06:00 Grunnurinn að Icesave-deilunni er sú einfalda staðreynd að þegar eigum þrotabús Landsbankans var ráðstafað var það gert þannig að útkoman varð hagstæðari fyrir þá sem áttu innlánsreikninga á Íslandi en í Bretlandi eða Hollandi. Nú hafa náðst samningar um það hvernig á að gera þetta upp með sanngjörnum hætti fyrir báða aðila. Íslenska ríkið bætir Hollendingum og Bretum upp hluta kostnaðarins við að gera innstæðueigendur í þeim löndum jafnsetta innstæðueigendum á Íslandi. Miðað er við afar lága vexti, sem er mikið hagsmunamál fyrir íslenska ríkið. Vextirnir eru til dæmis um helmingi lægri en Evrópulönd hafa boðið ríkissjóðum Grikklands og Írlands sem eiga í miklum kröggum. Þetta er góð og sanngjörn niðurstaða fyrir Ísland og við eigum ekki að kveinka okkur undan því að þurfa með þessum hætti að koma til móts við nágrannaþjóðir okkar. Kostnaður íslenska ríkisins er áætlaður um 30 milljarðar króna. Líklega er það fremur ofmat en vanmat, því að eigur þrotabúsins eru varlega metnar. Myndin af þrotabúinu hefur orðið skýrari eftir því sem tíminn hefur liðið. Það dregur úr áhættu. Gengisáhætta hefur einnig minnkað mikið og mun fyrirsjáanlega hverfa að miklu leyti síðar á þessu ári þegar stór hluti forgangskrafna verður greiddur. Verði dómstólaleiðin farin hverfur engin áhætta en við bætist óvissa um vexti, skiptingu höfuðstóls (hlutdeild íslenska ríkisins gæti allt að tvöfaldast) og greiðslutíma, auk þess sem öryggisfyrirvarar Íslands í núverandi samningi væru ekki lengur tryggir. Það væri engu betra fyrir íslenska ríkið að vera dæmt til að greiða í krónum en að semja um greiðslur í erlendri mynt. Það hefur sömu áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað. Kostnaður vegna tafa við að ljúka málinu er þegar orðinn gríðarlegur og eykst enn með frekari töfum. Sá kostnaður kemur fyrst og fremst fram á tvennan hátt. Í fyrsta lagi vegna verri vaxtakjara á erlendum skuldum landsmanna. Þar kostar hvert prósentustig rúma 30 milljarða á hverju ári. Þetta lækkar þjóðartekjur. Í öðru lagi verður fjárfesting minni vegna lakari aðgangs að fjármagni og meiri óvissu. Þetta leiðir til minni hagvaxtar (eða meiri samdráttar) en ella og aukins atvinnuleysis. Lítil fjárfesting er helsti dragbítur á hagvöxt á Íslandi nú. Eitt prósentustig í töpuðum hagvexti, sem ekki tekst að vinna upp aftur, má meta til um 300 milljarða króna í framtíðarlandsframleiðslu, m.v. 5% vexti. Eitt prósentustig í töpuðum hagvexti sem tekur 10 ár að vinna upp aftur má meta til um 70 milljarða króna í framtíðarlandsframleiðslu m.v. sömu forsendur. Þessi tafakostnaður er langstærsti reikningurinn vegna Icesave. Þær greiðslur sem á endanum kunna að fara úr ríkissjóði vegna uppgjörsins verða aldrei nema lítið brot af þessu. Það er vitaskuld sorglegra en tárum taki. Því getur dómstólaleiðin aldrei skilað Íslendingum neinum ávinningi, jafnvel þótt svo ólíklega færi að dómsmál ynnist. Þegar líklegur reikningur ríkisins vegna Icesave, 30 milljarðar, er skoðaður má hafa í huga að íslenska ríkið hafði um 450 milljarða í tekjur á árunum 2003 til 2007, sem beint má rekja til góðærisbólunnar og þess fjár sem íslensku bankarnir dældu inn í hagkerfið, m.a. af Icesave-reikningunum. Þótt um helmingur þessa fjár hafi tapast við gjaldþrot Seðlabankans og hallarekstur ríkisins árin 2008 til 2012 kosti mikið verður ríkissjóður þegar upp er staðið litlu skuldsettari en hann var undir lok tíunda áratugarins, áður en ballið byrjaði, í hlutfalli við landsframleiðslu. Féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér líka í því að fjármunaeign landsmanna jókst um hátt á annað þúsund milljarða árin 2003 til 2009. Eftir sitja hús, virkjanir, vegir, jarðgöng, tónlistarhús, sundlaugar, hafnir og svo framvegis. Árið 2008 voru 8.340 Toyota Land Cruiser jeppar á landinu, sem myndu líklega kosta um 80 milljarða króna nýir. Svona mætti nær endalaust telja. Á sama tíma batnaði hrein skuldastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum og hefur líklega ekki verið betri í um aldarfjórðung. Ekki síst vegna þess að erlendir kröfuhafar urðu að sjá á eftir um 7.000 milljörðum sem þeir höfðu lánað íslensku bönkunum og þeir fá ekki til baka. Hvað er þjóðarbúið lengi að afla 30 milljarða króna? Afgangurinn af utanríkisviðskiptum landsmanna, viðskiptajöfnuðurinn, er nú meiri en nokkurn tíma áður eða sem samsvarar um 3 milljörðum króna á viku. Það tekur því þjóðarbúið 10 vikur að afla nægs gjaldeyris í þetta verkefni. Jafnvel miðað við allra svartsýnustu spár um þróun gengis og endurheimtur eigna Landsbankans verður reikningurinn innan við eins árs afgangur af viðskiptajöfnuði. Allt útlit er fyrir að málið verði að fullu gert upp árið 2016, m.v. núverandi samning. Þangað til eru 5 ár. Þeir sem telja að börnin okkar greiði reikninginn mega hafa það í huga að eftir 5 ár verða þau, merkilegt nokk, að jafnaði 5 árum eldri en þau eru núna. Flest þeirra verða enn börn, þau elstu orðin unglingar. Þeirra skattgreiðslur munu ekki renna til að greiða þennan reikning. Þau erfa hins vegar alla þá innviði sem góðærið skilur eftir. Þeir sem vilja fara dómstólaleiðina hafa sumir hverjir vitnað í ýmsar hetjur Íslandssögunnar og bókmenntanna máli sínu til stuðnings. Vísað í garpa sem þeir telja víst að hefðu sagt nei. Það er dálítið til í þessu. Til dæmis má væntanlega slá því föstu að Egill Skallagrímsson hefði sagt nei. Líklega hefði hann gert það utan kjörstaðar í ránsferð í útlöndum. Dottið svo í það og vegið mann og annan. Það er ekki hægt að vona annað en að á þúsund árum hafi meirihluti þjóðarinnar náð meiri þroska en það. Skilji að það eru hagsmunir Íslands að berjast á sanngjarnan hátt fyrir góðum málstað og taka í útrétta sáttahönd þegar hún býðst. Ekki að ryðjast áfram eins og naut í flagi, fífldjarfir, ósáttir hver við annan og vinafáir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Grunnurinn að Icesave-deilunni er sú einfalda staðreynd að þegar eigum þrotabús Landsbankans var ráðstafað var það gert þannig að útkoman varð hagstæðari fyrir þá sem áttu innlánsreikninga á Íslandi en í Bretlandi eða Hollandi. Nú hafa náðst samningar um það hvernig á að gera þetta upp með sanngjörnum hætti fyrir báða aðila. Íslenska ríkið bætir Hollendingum og Bretum upp hluta kostnaðarins við að gera innstæðueigendur í þeim löndum jafnsetta innstæðueigendum á Íslandi. Miðað er við afar lága vexti, sem er mikið hagsmunamál fyrir íslenska ríkið. Vextirnir eru til dæmis um helmingi lægri en Evrópulönd hafa boðið ríkissjóðum Grikklands og Írlands sem eiga í miklum kröggum. Þetta er góð og sanngjörn niðurstaða fyrir Ísland og við eigum ekki að kveinka okkur undan því að þurfa með þessum hætti að koma til móts við nágrannaþjóðir okkar. Kostnaður íslenska ríkisins er áætlaður um 30 milljarðar króna. Líklega er það fremur ofmat en vanmat, því að eigur þrotabúsins eru varlega metnar. Myndin af þrotabúinu hefur orðið skýrari eftir því sem tíminn hefur liðið. Það dregur úr áhættu. Gengisáhætta hefur einnig minnkað mikið og mun fyrirsjáanlega hverfa að miklu leyti síðar á þessu ári þegar stór hluti forgangskrafna verður greiddur. Verði dómstólaleiðin farin hverfur engin áhætta en við bætist óvissa um vexti, skiptingu höfuðstóls (hlutdeild íslenska ríkisins gæti allt að tvöfaldast) og greiðslutíma, auk þess sem öryggisfyrirvarar Íslands í núverandi samningi væru ekki lengur tryggir. Það væri engu betra fyrir íslenska ríkið að vera dæmt til að greiða í krónum en að semja um greiðslur í erlendri mynt. Það hefur sömu áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað. Kostnaður vegna tafa við að ljúka málinu er þegar orðinn gríðarlegur og eykst enn með frekari töfum. Sá kostnaður kemur fyrst og fremst fram á tvennan hátt. Í fyrsta lagi vegna verri vaxtakjara á erlendum skuldum landsmanna. Þar kostar hvert prósentustig rúma 30 milljarða á hverju ári. Þetta lækkar þjóðartekjur. Í öðru lagi verður fjárfesting minni vegna lakari aðgangs að fjármagni og meiri óvissu. Þetta leiðir til minni hagvaxtar (eða meiri samdráttar) en ella og aukins atvinnuleysis. Lítil fjárfesting er helsti dragbítur á hagvöxt á Íslandi nú. Eitt prósentustig í töpuðum hagvexti, sem ekki tekst að vinna upp aftur, má meta til um 300 milljarða króna í framtíðarlandsframleiðslu, m.v. 5% vexti. Eitt prósentustig í töpuðum hagvexti sem tekur 10 ár að vinna upp aftur má meta til um 70 milljarða króna í framtíðarlandsframleiðslu m.v. sömu forsendur. Þessi tafakostnaður er langstærsti reikningurinn vegna Icesave. Þær greiðslur sem á endanum kunna að fara úr ríkissjóði vegna uppgjörsins verða aldrei nema lítið brot af þessu. Það er vitaskuld sorglegra en tárum taki. Því getur dómstólaleiðin aldrei skilað Íslendingum neinum ávinningi, jafnvel þótt svo ólíklega færi að dómsmál ynnist. Þegar líklegur reikningur ríkisins vegna Icesave, 30 milljarðar, er skoðaður má hafa í huga að íslenska ríkið hafði um 450 milljarða í tekjur á árunum 2003 til 2007, sem beint má rekja til góðærisbólunnar og þess fjár sem íslensku bankarnir dældu inn í hagkerfið, m.a. af Icesave-reikningunum. Þótt um helmingur þessa fjár hafi tapast við gjaldþrot Seðlabankans og hallarekstur ríkisins árin 2008 til 2012 kosti mikið verður ríkissjóður þegar upp er staðið litlu skuldsettari en hann var undir lok tíunda áratugarins, áður en ballið byrjaði, í hlutfalli við landsframleiðslu. Féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér líka í því að fjármunaeign landsmanna jókst um hátt á annað þúsund milljarða árin 2003 til 2009. Eftir sitja hús, virkjanir, vegir, jarðgöng, tónlistarhús, sundlaugar, hafnir og svo framvegis. Árið 2008 voru 8.340 Toyota Land Cruiser jeppar á landinu, sem myndu líklega kosta um 80 milljarða króna nýir. Svona mætti nær endalaust telja. Á sama tíma batnaði hrein skuldastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum og hefur líklega ekki verið betri í um aldarfjórðung. Ekki síst vegna þess að erlendir kröfuhafar urðu að sjá á eftir um 7.000 milljörðum sem þeir höfðu lánað íslensku bönkunum og þeir fá ekki til baka. Hvað er þjóðarbúið lengi að afla 30 milljarða króna? Afgangurinn af utanríkisviðskiptum landsmanna, viðskiptajöfnuðurinn, er nú meiri en nokkurn tíma áður eða sem samsvarar um 3 milljörðum króna á viku. Það tekur því þjóðarbúið 10 vikur að afla nægs gjaldeyris í þetta verkefni. Jafnvel miðað við allra svartsýnustu spár um þróun gengis og endurheimtur eigna Landsbankans verður reikningurinn innan við eins árs afgangur af viðskiptajöfnuði. Allt útlit er fyrir að málið verði að fullu gert upp árið 2016, m.v. núverandi samning. Þangað til eru 5 ár. Þeir sem telja að börnin okkar greiði reikninginn mega hafa það í huga að eftir 5 ár verða þau, merkilegt nokk, að jafnaði 5 árum eldri en þau eru núna. Flest þeirra verða enn börn, þau elstu orðin unglingar. Þeirra skattgreiðslur munu ekki renna til að greiða þennan reikning. Þau erfa hins vegar alla þá innviði sem góðærið skilur eftir. Þeir sem vilja fara dómstólaleiðina hafa sumir hverjir vitnað í ýmsar hetjur Íslandssögunnar og bókmenntanna máli sínu til stuðnings. Vísað í garpa sem þeir telja víst að hefðu sagt nei. Það er dálítið til í þessu. Til dæmis má væntanlega slá því föstu að Egill Skallagrímsson hefði sagt nei. Líklega hefði hann gert það utan kjörstaðar í ránsferð í útlöndum. Dottið svo í það og vegið mann og annan. Það er ekki hægt að vona annað en að á þúsund árum hafi meirihluti þjóðarinnar náð meiri þroska en það. Skilji að það eru hagsmunir Íslands að berjast á sanngjarnan hátt fyrir góðum málstað og taka í útrétta sáttahönd þegar hún býðst. Ekki að ryðjast áfram eins og naut í flagi, fífldjarfir, ósáttir hver við annan og vinafáir.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar