Vilja skapa 10 þúsund störf á þremur árum 1. apríl 2011 04:00 Tillögur Kynntar Aðilar vinnumarkaðarins hittu stjórnvöld á fundi í gær þar sem kynntar voru tillögur til að örva efnahagslífið. Forsætisráðherra sagði útgjaldaauka ríkisins gætu skipt tugum milljarða en vonast væri eftir samningi til þriggja ára. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira