Innlent

Engir stígar neðan sjávarlóða

Auður hallgrímsdóttir
Auður hallgrímsdóttir
Kynna á drög að nýju deiliskipulagi fyrir Arnarnes á íbúafundi á morgun. Þar er meðal annars tekið á þáttum eins og nýtingarhlutfalli lóða og göngustígum um hverfið.

„Á aðalskipulagi fyrir Garðabæ er stígur meðfram ströndinni og í deiliskipulagi má ekki ganga skemur en það. Sú tillaga sem nú er lögð fram gerir hins vegar aðeins ráð fyrir tveimur stígum út á nesið og þriðja stígnum sem þverar þá. Síðan er lagt til að vera aðeins með stiklur út frá þessum stígum niður að ströndinni. Þetta tel ég alls ekki ásættanlega niðurstöðu,“ segir Auður Hallgrímsdóttir, varamaður Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar.

Varðandi göngustígana flækir nokkuð málin að eigendur húsa við sjávarsíðuna við Arnarnesvog hafa flestir lagt undir sig land í framhaldi af lóðum sínum og niður í fjöru. Þá eru eldri samningar um eignarlönd sagðir geta vafist fyrir í málinu.

„Það eru aðeins íbúar Arnarness sem fengið hafa boð frá bænum á þennan kynningarfund í Sjálandsskóla en ég tel málið mjög mikilvægt fyrir hagsmuni allra bæjarbúa og hvet sem flesta til að mæta,“ segir Auður Hallgrímsdóttir.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×