Fyrsta sólóplata Begga Smára 17. mars 2011 15:00 Fyrsta plata tónlistarmannsins Begga Smára nefnist Mood og kemur út eftir um það bil mánuð. Þar blandar hann saman blús, sálartónlist og poppi. Við upptökurnar leitaðist hann við að ná sama hljómi og er á plötu Englendingsins Pauls Weller, Stanley Road, sem kom út 1995. „Ég er mikill aðdáandi hans," segir Beggi, sem hefur starfrækt hljómsveitina Mood undanfarin ár. Fyrsta lagið sem heyrist af plötunni, Warm & Strong, hefur fengið góðar viðtökur. Það er komið inn á vinsældalista Rásar 2 og hefur fengið fína spilun á Bylgjunni. „Ég er bara mjög sáttur. Þetta er miklu meira en ég bjóst við því ég hélt að þessi tónlist væri alveg í jaðrinum," segir Beggi. Upptökum á plötunni lauk seint á síðasta ári hjá Benzin-bræðrunum Berki og Daða og það var í gegnum þá sem Beggi komst í kynni við Bandaríkjamanninn Bob Katz, sem er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Hann sá um að hljómjafna plötuna og gaf Begga góða umsögn á Twitter-síðu sinni skömmu síðar. „Nafn íslensku blússtjörnunnar Begga Smára ætti að vera þekkt um allan heim. Þetta er persónulegasta blúsplata sem ég hef hljómjafnað," skrifaði hann. Beggi er að sjálfsögðu ánægður með ummælin. „Það var alveg frábært að heyra þetta frá þessum gaur. Hann er búinn að vera í þessu í fjörutíu ár og hlýtur að vita eitthvað um hvað hann er að tala," segir hann. Beggi ætlar að vera duglegur við spilamennsku á næstunni til að kynna plötuna. Hann stefnir einnig á spila í Bandaríkjunum, hugsanlega í kringum næstu áramót.- fb Lífið Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Fyrsta plata tónlistarmannsins Begga Smára nefnist Mood og kemur út eftir um það bil mánuð. Þar blandar hann saman blús, sálartónlist og poppi. Við upptökurnar leitaðist hann við að ná sama hljómi og er á plötu Englendingsins Pauls Weller, Stanley Road, sem kom út 1995. „Ég er mikill aðdáandi hans," segir Beggi, sem hefur starfrækt hljómsveitina Mood undanfarin ár. Fyrsta lagið sem heyrist af plötunni, Warm & Strong, hefur fengið góðar viðtökur. Það er komið inn á vinsældalista Rásar 2 og hefur fengið fína spilun á Bylgjunni. „Ég er bara mjög sáttur. Þetta er miklu meira en ég bjóst við því ég hélt að þessi tónlist væri alveg í jaðrinum," segir Beggi. Upptökum á plötunni lauk seint á síðasta ári hjá Benzin-bræðrunum Berki og Daða og það var í gegnum þá sem Beggi komst í kynni við Bandaríkjamanninn Bob Katz, sem er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Hann sá um að hljómjafna plötuna og gaf Begga góða umsögn á Twitter-síðu sinni skömmu síðar. „Nafn íslensku blússtjörnunnar Begga Smára ætti að vera þekkt um allan heim. Þetta er persónulegasta blúsplata sem ég hef hljómjafnað," skrifaði hann. Beggi er að sjálfsögðu ánægður með ummælin. „Það var alveg frábært að heyra þetta frá þessum gaur. Hann er búinn að vera í þessu í fjörutíu ár og hlýtur að vita eitthvað um hvað hann er að tala," segir hann. Beggi ætlar að vera duglegur við spilamennsku á næstunni til að kynna plötuna. Hann stefnir einnig á spila í Bandaríkjunum, hugsanlega í kringum næstu áramót.- fb
Lífið Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira