Innlent

Hundrað bætast við á einum degi

Bjarni Ákason
Bjarni Ákason
„Þetta er talsvert magn. Það er ekki víst hvort allir fá tölvurnar sem pöntuðu þær því við vitum ekki hvað margar koma til landsins,“ segir Bjarni Ákason, forstjóri Eplis, umboðsaðila Apple hér á landi.

Fyrirtækið byrjaði að taka við pöntunum þeirra sem vilja kaupa iPad 2-spjaldtölvuna skömmu eftir mánaðamótin og eru nú komnar yfir fjögur hundruð pantanir í hús. Bjarni segir þróunina hafa tekið risastökk í vikunni, hundrað pantanir hafi borist á þriðjudag og megi búast við að þær verði fleiri áður en yfir lýkur.

Nýjasta kynslóð iPad-tölva kom á markað í Bandaríkjunum 11. mars síðastliðinn og seldist hún upp á mörgum stöðum. Tölvan verður seld samtímis í 25 löndum á föstudag í næstu viku og er Ísland þar á meðal. Óvíst er hvort Apple ytra nái að sinna öllum pöntunum, að sögn Bjarna.

Nýju tölvurnar verða á sama verði hér og eldri gerðir. Flestar pantanir hljóða upp á 32 til 64 GB iPad-tölvu með 3G-stuðningi, sem kosta á bilinu 130 til 150 þúsund krónur.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×