Efasemdir um kjarnorku fá byr undir báða vængi á ný 15. mars 2011 05:45 Sprengingin í kjarnaofni 3 Sprengingar hafa orðið í tveimur kjarnaofnum í Fukushima. nordicphotos/AFP Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. Bæði þýsk og svissnesk stjórnvöld hafa, í ljósi atburðanna í Japan, frestað öllum ákvörðunum um frekari uppbyggingu kjarnorkuvera. Í Frakklandi og Bandaríkjunum hefur umræðan um kjarnorkuver einnig breyst skyndilega í ljósi nýjustu atburða. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur slysið í Fukushima einnig kynt undir gagnrýni á kjarnorkustefnu stjórnvalda. Sérfræðingar telja reyndar litlar sem engar líkur á því að slysið og mengunin verði af sömu stærðargráðu og í Tsjernóbyl árið 1986 þegar geislamengun barst yfir stór svæði í Sovétríkjunum og Evrópu og kostaði tugi manna lífið auk þess að hafa skelfileg áhrif á heilsufar fjölda fólks í næsta nágrenni og jafnvel víðar. Nær sé að bera slysið í Fukushima saman við kjarnorkuslysið á Three Mile Island í Bandaríkjunum árið 1979, enda hafi orsökin þá verið svipuð: bilun í kælikerfi. Kjarnaofnarnir í Tsjernóbyl hafi auk þess verið allt annarrar gerðar en ofnarnir í Fukushima og öryggisatriði ekki í jafn góðu lagi. Í Japan eru nú starfrækt 54 kjarnorkuver. Frá þeim koma 30 prósent af allri raforku, sem notuð er í landinu. Áform hafa verið um að auka þessa hlutdeild upp í 40 prósent á næstu árum, en vera má að þau áform verði nú endurskoðuð. Kjarnorkuverið í Fukushima var tekið í notkun árið 1966. Þar eru nú starfræktir sex kjarnaofnar, en tveir í viðbót eru í smíðum. Af ofnunum sex voru þrír í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir en hinir þrír voru ekki í notkun vegna viðhaldsvinnu. Yukio Edano, talsmaður japönsku stjórnarinnar, sagði síðdegis í gær að allt benti til þess að eldsneytisstangirnar í öllum þremur kjarnaofnunum væru byrjaðar að bráðna. Hve alvarlegt það verður fer eftir því hve vel gengur að kæla niður ofnana. Kælikerfi ofnanna þriggja eyðilagðist í jarðskjálftanum. Brugðið var á það ráð að dæla sjó inn á ofnana til að kæla þá, sem hefur dregið úr hættunni en þó gengið brösuglega. Sprenging varð í kjarnaofni númer 1 á laugardag, síðan í ofni númer 3 í gær og veruleg hætta virtist á sprengingu í þeim þriðja, ofni númer 2. „Tekist hefur að ná að minnsta kosti einhverjum stöðugleika í bili í ofnum 1 og 3,“ sagði Ryohei Shiomi frá kjarnorku- og iðnstofnun Japans í gær. „Öll okkar athygli og allt okkar starf beinist nú að ofni 2.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. Bæði þýsk og svissnesk stjórnvöld hafa, í ljósi atburðanna í Japan, frestað öllum ákvörðunum um frekari uppbyggingu kjarnorkuvera. Í Frakklandi og Bandaríkjunum hefur umræðan um kjarnorkuver einnig breyst skyndilega í ljósi nýjustu atburða. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur slysið í Fukushima einnig kynt undir gagnrýni á kjarnorkustefnu stjórnvalda. Sérfræðingar telja reyndar litlar sem engar líkur á því að slysið og mengunin verði af sömu stærðargráðu og í Tsjernóbyl árið 1986 þegar geislamengun barst yfir stór svæði í Sovétríkjunum og Evrópu og kostaði tugi manna lífið auk þess að hafa skelfileg áhrif á heilsufar fjölda fólks í næsta nágrenni og jafnvel víðar. Nær sé að bera slysið í Fukushima saman við kjarnorkuslysið á Three Mile Island í Bandaríkjunum árið 1979, enda hafi orsökin þá verið svipuð: bilun í kælikerfi. Kjarnaofnarnir í Tsjernóbyl hafi auk þess verið allt annarrar gerðar en ofnarnir í Fukushima og öryggisatriði ekki í jafn góðu lagi. Í Japan eru nú starfrækt 54 kjarnorkuver. Frá þeim koma 30 prósent af allri raforku, sem notuð er í landinu. Áform hafa verið um að auka þessa hlutdeild upp í 40 prósent á næstu árum, en vera má að þau áform verði nú endurskoðuð. Kjarnorkuverið í Fukushima var tekið í notkun árið 1966. Þar eru nú starfræktir sex kjarnaofnar, en tveir í viðbót eru í smíðum. Af ofnunum sex voru þrír í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir en hinir þrír voru ekki í notkun vegna viðhaldsvinnu. Yukio Edano, talsmaður japönsku stjórnarinnar, sagði síðdegis í gær að allt benti til þess að eldsneytisstangirnar í öllum þremur kjarnaofnunum væru byrjaðar að bráðna. Hve alvarlegt það verður fer eftir því hve vel gengur að kæla niður ofnana. Kælikerfi ofnanna þriggja eyðilagðist í jarðskjálftanum. Brugðið var á það ráð að dæla sjó inn á ofnana til að kæla þá, sem hefur dregið úr hættunni en þó gengið brösuglega. Sprenging varð í kjarnaofni númer 1 á laugardag, síðan í ofni númer 3 í gær og veruleg hætta virtist á sprengingu í þeim þriðja, ofni númer 2. „Tekist hefur að ná að minnsta kosti einhverjum stöðugleika í bili í ofnum 1 og 3,“ sagði Ryohei Shiomi frá kjarnorku- og iðnstofnun Japans í gær. „Öll okkar athygli og allt okkar starf beinist nú að ofni 2.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira