Innlent

Leyfa átti skil á útboðslóð

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur.
Innanríkisráðuneytið segir Reykjavíkurborg hafa brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga með því að synja manni einum um að fá að skila útboðslóðum við Lautarveg í Fossvogi.

Maðurinn vildi skila þremur tvíbýlislóðum sem hann keypti fyrir samtals 98 milljónir króna í nóvember 2007. Ráðuneytið vísaði frá málinu vegna einnar lóðarinnar því hún hafði verið framseld öðrum.

Borgarráð ákvað í lok maí 2009 að taka ekki aftur við byggingarrétti á útboðslóðum en tók aftur við úthlutuðum lóðum. Ráðuneytið segir borgina hafa mismunað lóðarhöfum eftir því hvort þeir höfðu gefið út skuldabréf til borgarinnar og voru í vanskilum við hana eða voru í vanskilum við aðra vegna lóðarkaupanna.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×