Allir þurfa húsnæði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Fréttablaðið greindi frá því á forsíðu sinni á þriðjudag að samráðshópur velferðarráðuneytisins vildi efla leigumarkað í landinu með því að setja íbúðir í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana á leigumarkað. Þetta eru góðar fréttir og í fullkomnu samræmi við áherslur sem BSRB hefur lagt í málinu. BSRB hefur á undanförnum mánuðum kynnt hugmyndir um varanlegan leigumarkað. Við höfum gengið á fund forsætis-, fjármála- og velferðarráðherra, hitt stjórnendur Íbúðalánasjóðs og fjölmarga fleiri. Grunnhugmyndin að baki tillögum BSRB er sú staðreynd að allir þurfa húsnæði, óháð tekjum eða félagslegum aðstæðum. Leigumarkaður á Íslandi hefur ætíð verið vanþroskaður. Hann hefur verið viðkomustaður fólks á leiði í eigið húsnæði og það hefur orðið til þess að leiguverð er langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist og öryggi leigjanda er lítið. Nú er hins vegar lag. Við höfum viljað bera okkur saman við hin Norðurlöndin í ýmsu, enda ríkir þar samfélagsgerð sem ástæða er til að miða sig við. Þar er það líka alvöru val fyrir fólk að búa í leiguhúsnæði, frekar en að kaupa sér sitt eigið. Það á ekki að vera náttúrulögmál að fólk fjárfesti í steinsteypu. BSRB hefur mælt með almennu leigukerfi að dönskum sið, þar sem leiguíbúðir eru í eigu leigufélaga eða leigufyrirtækja. Nú er nægt framboð á íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs eða annarra lánastofnana og það er gleðiefni að hugað sé að því að koma þeim á leigumarkað – og veita þannig fjölda fólks þak yfir höfuðið. Mikilvægt er að hugað sé að húsaleigunni. Í Danmörku er reglan sú að hún má einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Þar ríkir íbúalýðræði sem þýðir að íbúarnir ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrumbætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga hækkar því einungis í takt við það. Allir þurfa þak yfir höfuðið, um það þarf ekki að velkjast. Nú er tækifæri á því að byggja upp leigukerfi að norrænum sið og veita öllum þau mannréttindi að eiga sér samastað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því á forsíðu sinni á þriðjudag að samráðshópur velferðarráðuneytisins vildi efla leigumarkað í landinu með því að setja íbúðir í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana á leigumarkað. Þetta eru góðar fréttir og í fullkomnu samræmi við áherslur sem BSRB hefur lagt í málinu. BSRB hefur á undanförnum mánuðum kynnt hugmyndir um varanlegan leigumarkað. Við höfum gengið á fund forsætis-, fjármála- og velferðarráðherra, hitt stjórnendur Íbúðalánasjóðs og fjölmarga fleiri. Grunnhugmyndin að baki tillögum BSRB er sú staðreynd að allir þurfa húsnæði, óháð tekjum eða félagslegum aðstæðum. Leigumarkaður á Íslandi hefur ætíð verið vanþroskaður. Hann hefur verið viðkomustaður fólks á leiði í eigið húsnæði og það hefur orðið til þess að leiguverð er langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist og öryggi leigjanda er lítið. Nú er hins vegar lag. Við höfum viljað bera okkur saman við hin Norðurlöndin í ýmsu, enda ríkir þar samfélagsgerð sem ástæða er til að miða sig við. Þar er það líka alvöru val fyrir fólk að búa í leiguhúsnæði, frekar en að kaupa sér sitt eigið. Það á ekki að vera náttúrulögmál að fólk fjárfesti í steinsteypu. BSRB hefur mælt með almennu leigukerfi að dönskum sið, þar sem leiguíbúðir eru í eigu leigufélaga eða leigufyrirtækja. Nú er nægt framboð á íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs eða annarra lánastofnana og það er gleðiefni að hugað sé að því að koma þeim á leigumarkað – og veita þannig fjölda fólks þak yfir höfuðið. Mikilvægt er að hugað sé að húsaleigunni. Í Danmörku er reglan sú að hún má einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Þar ríkir íbúalýðræði sem þýðir að íbúarnir ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrumbætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga hækkar því einungis í takt við það. Allir þurfa þak yfir höfuðið, um það þarf ekki að velkjast. Nú er tækifæri á því að byggja upp leigukerfi að norrænum sið og veita öllum þau mannréttindi að eiga sér samastað.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun