Allir þurfa húsnæði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Fréttablaðið greindi frá því á forsíðu sinni á þriðjudag að samráðshópur velferðarráðuneytisins vildi efla leigumarkað í landinu með því að setja íbúðir í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana á leigumarkað. Þetta eru góðar fréttir og í fullkomnu samræmi við áherslur sem BSRB hefur lagt í málinu. BSRB hefur á undanförnum mánuðum kynnt hugmyndir um varanlegan leigumarkað. Við höfum gengið á fund forsætis-, fjármála- og velferðarráðherra, hitt stjórnendur Íbúðalánasjóðs og fjölmarga fleiri. Grunnhugmyndin að baki tillögum BSRB er sú staðreynd að allir þurfa húsnæði, óháð tekjum eða félagslegum aðstæðum. Leigumarkaður á Íslandi hefur ætíð verið vanþroskaður. Hann hefur verið viðkomustaður fólks á leiði í eigið húsnæði og það hefur orðið til þess að leiguverð er langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist og öryggi leigjanda er lítið. Nú er hins vegar lag. Við höfum viljað bera okkur saman við hin Norðurlöndin í ýmsu, enda ríkir þar samfélagsgerð sem ástæða er til að miða sig við. Þar er það líka alvöru val fyrir fólk að búa í leiguhúsnæði, frekar en að kaupa sér sitt eigið. Það á ekki að vera náttúrulögmál að fólk fjárfesti í steinsteypu. BSRB hefur mælt með almennu leigukerfi að dönskum sið, þar sem leiguíbúðir eru í eigu leigufélaga eða leigufyrirtækja. Nú er nægt framboð á íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs eða annarra lánastofnana og það er gleðiefni að hugað sé að því að koma þeim á leigumarkað – og veita þannig fjölda fólks þak yfir höfuðið. Mikilvægt er að hugað sé að húsaleigunni. Í Danmörku er reglan sú að hún má einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Þar ríkir íbúalýðræði sem þýðir að íbúarnir ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrumbætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga hækkar því einungis í takt við það. Allir þurfa þak yfir höfuðið, um það þarf ekki að velkjast. Nú er tækifæri á því að byggja upp leigukerfi að norrænum sið og veita öllum þau mannréttindi að eiga sér samastað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því á forsíðu sinni á þriðjudag að samráðshópur velferðarráðuneytisins vildi efla leigumarkað í landinu með því að setja íbúðir í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana á leigumarkað. Þetta eru góðar fréttir og í fullkomnu samræmi við áherslur sem BSRB hefur lagt í málinu. BSRB hefur á undanförnum mánuðum kynnt hugmyndir um varanlegan leigumarkað. Við höfum gengið á fund forsætis-, fjármála- og velferðarráðherra, hitt stjórnendur Íbúðalánasjóðs og fjölmarga fleiri. Grunnhugmyndin að baki tillögum BSRB er sú staðreynd að allir þurfa húsnæði, óháð tekjum eða félagslegum aðstæðum. Leigumarkaður á Íslandi hefur ætíð verið vanþroskaður. Hann hefur verið viðkomustaður fólks á leiði í eigið húsnæði og það hefur orðið til þess að leiguverð er langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist og öryggi leigjanda er lítið. Nú er hins vegar lag. Við höfum viljað bera okkur saman við hin Norðurlöndin í ýmsu, enda ríkir þar samfélagsgerð sem ástæða er til að miða sig við. Þar er það líka alvöru val fyrir fólk að búa í leiguhúsnæði, frekar en að kaupa sér sitt eigið. Það á ekki að vera náttúrulögmál að fólk fjárfesti í steinsteypu. BSRB hefur mælt með almennu leigukerfi að dönskum sið, þar sem leiguíbúðir eru í eigu leigufélaga eða leigufyrirtækja. Nú er nægt framboð á íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs eða annarra lánastofnana og það er gleðiefni að hugað sé að því að koma þeim á leigumarkað – og veita þannig fjölda fólks þak yfir höfuðið. Mikilvægt er að hugað sé að húsaleigunni. Í Danmörku er reglan sú að hún má einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Þar ríkir íbúalýðræði sem þýðir að íbúarnir ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrumbætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga hækkar því einungis í takt við það. Allir þurfa þak yfir höfuðið, um það þarf ekki að velkjast. Nú er tækifæri á því að byggja upp leigukerfi að norrænum sið og veita öllum þau mannréttindi að eiga sér samastað.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun