Innblásið af íslenskri hefð 25. febrúar 2011 00:01 Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, fékk innblástur frá íslensku handverksfólki. Fréttablaðið/GVA Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla. „Ég vildi vinna út frá Íslandi en maður sér landið í ljóma þegar maður er staddur í útlöndum. Guðrún Jónsdóttir, sem sér um félagsstarfið í Gerðubergi, kom mér í samband við handverksfólk," útskýrir Guðrún Edda og segir skemmtilegra að vera í beinu sambandi við fólk en að lesa sér til um handverk í bókum.Skrautið undir skónum smíðaði Steinunn Björnsdóttir fyrir Guðrúnu Eddu. Hælarnir á bláu skónum vísa til renndra stólfóta og skrautið er sótt í höfuðbúnaðinn á íslenskum faldbúningi. Gengið er frá kantinum á skónum eins og gert er á íslenskum sauðskinskóm. Skrautið um ökklann á rauðu skónum er sótt í hekl.„Þetta var mjög skemmtileg vinna. Þau Hjálmar Th. Ingimundarson, Eliane K. Hommersand, Jóna Þórarinsdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Hallveig Ólafsdóttir unnu með mér að verkefninu. Ég heimsótti þau og spjallaði við hvert og eitt um handverkið og vann svo skóna út frá því." Guðrún Edda segir almennt ekki gefið að skóhönnuðir kunni að búa til skó. Áður en hún fór til náms í London vann hún við skóviðgerðir hjá Þráni skóara á Grettisgötu en í skólanum í London var einnig lögð áhersla á sníðagerð og saumaskap á skóm. Með námi vann hún hjá íslenska skófyrirtækinu Mörtu Jónsson í London og eftir að námi lauk vann hún í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir skóhönnuð í Kristjaníu og fyrir danska merkið Billibi. Guðrún Edda kom heim í haust og vann þá að frumgerðum fyrir hönnuðinn Sruli Recht. „Það var mjög krefjandi og skemmtileg vinna en ég hafði aldrei gert karlmannsskó áður. Nú er ég bara að skoða framhaldið. Þessa dagana er ég að undirbúa sýningu á HönnunarMars dagana 24. til 27. mars en draumurinn er að fara af stað með mína eigin skólínu." Nánar má forvitnast um hönnun Guðrúnar Eddu á vefsíðunni gudrunedda.com. heida@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla. „Ég vildi vinna út frá Íslandi en maður sér landið í ljóma þegar maður er staddur í útlöndum. Guðrún Jónsdóttir, sem sér um félagsstarfið í Gerðubergi, kom mér í samband við handverksfólk," útskýrir Guðrún Edda og segir skemmtilegra að vera í beinu sambandi við fólk en að lesa sér til um handverk í bókum.Skrautið undir skónum smíðaði Steinunn Björnsdóttir fyrir Guðrúnu Eddu. Hælarnir á bláu skónum vísa til renndra stólfóta og skrautið er sótt í höfuðbúnaðinn á íslenskum faldbúningi. Gengið er frá kantinum á skónum eins og gert er á íslenskum sauðskinskóm. Skrautið um ökklann á rauðu skónum er sótt í hekl.„Þetta var mjög skemmtileg vinna. Þau Hjálmar Th. Ingimundarson, Eliane K. Hommersand, Jóna Þórarinsdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Hallveig Ólafsdóttir unnu með mér að verkefninu. Ég heimsótti þau og spjallaði við hvert og eitt um handverkið og vann svo skóna út frá því." Guðrún Edda segir almennt ekki gefið að skóhönnuðir kunni að búa til skó. Áður en hún fór til náms í London vann hún við skóviðgerðir hjá Þráni skóara á Grettisgötu en í skólanum í London var einnig lögð áhersla á sníðagerð og saumaskap á skóm. Með námi vann hún hjá íslenska skófyrirtækinu Mörtu Jónsson í London og eftir að námi lauk vann hún í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir skóhönnuð í Kristjaníu og fyrir danska merkið Billibi. Guðrún Edda kom heim í haust og vann þá að frumgerðum fyrir hönnuðinn Sruli Recht. „Það var mjög krefjandi og skemmtileg vinna en ég hafði aldrei gert karlmannsskó áður. Nú er ég bara að skoða framhaldið. Þessa dagana er ég að undirbúa sýningu á HönnunarMars dagana 24. til 27. mars en draumurinn er að fara af stað með mína eigin skólínu." Nánar má forvitnast um hönnun Guðrúnar Eddu á vefsíðunni gudrunedda.com. heida@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira