Innlent

Loðnan veiðist við Snæfellsnes

Víingur AK 100 Fór á veiðar á föstudag og landaði fullfermi, 1.400 tonnum, á Vopnafirði í gær.mynd/karl sigurjónsson
Víingur AK 100 Fór á veiðar á föstudag og landaði fullfermi, 1.400 tonnum, á Vopnafirði í gær.mynd/karl sigurjónsson
Ágæt loðnuveiði hefur verið hjá skipum HB Granda eftir stutt hlé sem varð á úthaldinu vegna verkfallsboðunar bræðslumanna.

Mikill hraði hefur verið á loðnugöngunni og er sú loðna, sem lengst er gengin, nú að ganga norður fyrir Snæfellsnes. Veiðisvæðið var í gærmorgun um sex til sjö sjómílur vestur af Öndverðarnesi og þykir mönnum loðnan ganga óvenju djúpt fyrir Snæfellsnes að þessu sinni.

Samkvæmt upplýsingum frá uppsjávardeild félagsins eru nú óveidd um 20 þúsund tonn af um 59 þúsund tonna loðnukvóta á þessari vertíð. Fjögur skip stunda veiðarnar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×