Tíska og hönnun

Ballett, bítl og Rússar

Förumenn voru Galliano greinilega innblástur í nýjustu línunni.
Förumenn voru Galliano greinilega innblástur í nýjustu línunni.
Haust- og vetrartíska karlmanna fyrir veturinn 2011 til 2012 var frumsýnd á tískuvikunni í París í síðustu viku.

John Galliano vakti að venju athygli fyrir frumlega tískusýningu þar sem saman ægði nokkrum stefnum.

Fyrirsæturnar sýndu sumar hverjar leikræn tilþrif og dreifðu um sig hvítu rykskýi eða héldu á leikmunum.

Undir dynjandi gyðingatónlist með rússnesku ívafi gengu inn fyrirsætur í líki tötralegra förumanna með gamlar töskur og fiðlukassa á bakinu.

Segja má að sýningin hafi verið þrískipt. Á eftir illúðlegu rússnesku förumönnunum komu ungir og myndarlegir menn sem helst minntu á Bítlana, í þröngum buxum og vel sniðnum frökkum með pönnuklippingu.

Galliano sjálfur sveif svo á svið í lok sýningarinnar í íburðarmiklum búningi við lófaklapp ánægðra aðdáenda.

Í þriðja hópnum voru gammósíuklæddir menn með berar olíubornar bringur og var skírskotunin greinileg í ballettheiminn.

solveig@frettabladid.is

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.