Ballett, bítl og Rússar 1. febrúar 2011 06:00 Förumenn voru Galliano greinilega innblástur í nýjustu línunni. Haust- og vetrartíska karlmanna fyrir veturinn 2011 til 2012 var frumsýnd á tískuvikunni í París í síðustu viku. John Galliano vakti að venju athygli fyrir frumlega tískusýningu þar sem saman ægði nokkrum stefnum.Fyrirsæturnar sýndu sumar hverjar leikræn tilþrif og dreifðu um sig hvítu rykskýi eða héldu á leikmunum.Undir dynjandi gyðingatónlist með rússnesku ívafi gengu inn fyrirsætur í líki tötralegra förumanna með gamlar töskur og fiðlukassa á bakinu.Segja má að sýningin hafi verið þrískipt. Á eftir illúðlegu rússnesku förumönnunum komu ungir og myndarlegir menn sem helst minntu á Bítlana, í þröngum buxum og vel sniðnum frökkum með pönnuklippingu.Galliano sjálfur sveif svo á svið í lok sýningarinnar í íburðarmiklum búningi við lófaklapp ánægðra aðdáenda.Í þriðja hópnum voru gammósíuklæddir menn með berar olíubornar bringur og var skírskotunin greinileg í ballettheiminn. solveig@frettabladid.is Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Haust- og vetrartíska karlmanna fyrir veturinn 2011 til 2012 var frumsýnd á tískuvikunni í París í síðustu viku. John Galliano vakti að venju athygli fyrir frumlega tískusýningu þar sem saman ægði nokkrum stefnum.Fyrirsæturnar sýndu sumar hverjar leikræn tilþrif og dreifðu um sig hvítu rykskýi eða héldu á leikmunum.Undir dynjandi gyðingatónlist með rússnesku ívafi gengu inn fyrirsætur í líki tötralegra förumanna með gamlar töskur og fiðlukassa á bakinu.Segja má að sýningin hafi verið þrískipt. Á eftir illúðlegu rússnesku förumönnunum komu ungir og myndarlegir menn sem helst minntu á Bítlana, í þröngum buxum og vel sniðnum frökkum með pönnuklippingu.Galliano sjálfur sveif svo á svið í lok sýningarinnar í íburðarmiklum búningi við lófaklapp ánægðra aðdáenda.Í þriðja hópnum voru gammósíuklæddir menn með berar olíubornar bringur og var skírskotunin greinileg í ballettheiminn. solveig@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira