Baltasar Kormákur kominn með hús í New Orleans 27. janúar 2011 09:00 Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að tökur á endurgerð Reykjavík-Rotterdam gangi vel í New Orleans. Samstarf hans og stórstjörnunnar Mark Wahlberg hefur verið með ágætum. Fréttablaðið/Anton „Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira