Fullveldi og sjálfstæði Þröstur Ólafsson skrifar 8. janúar 2011 06:30 Á öndverðri 21. öld hljóta markmið utanríkisstefnu að vera þau að bægja frá þjóðinni hættum sem samfara eru hnattvæðingunni og hámarka sjálfsforræði hennar á tímum þegar athafnasemi þjóðríkisins eru sífellt þrengri skorður settar. Með örari og fjölþættari samskiptum og opnari mörkuðum verða úrlausnarefnin fjölþjóðleg og snerta margar þjóðir í senn. Þess vegna leysa þjóðríkin sífellt færri vandamál ein og sér. Þau geta ekki haft áhrif á lausn þeirra nema í nánu samstarfi. Án samþykkis hinna ríkjanna næst engin lausn. Vandamál á alþjóðavettvangi verða til í samfléttu margra og verða ekki leyst nema í samfléttu margra. Umhverfismál, vinnumarkaðsmál, þróun fjármálakerfis heimsins, efnahagsmál og varnarmál, svo nokkur dæmi séu nefnd, verða að hættulegri ringulreið án aðkomu og mótunar þeirra stóru efnahagsheilda sem myndast hafa eftir endalok kalda stríðsins. Þessum málaflokkum fjölgar ár frá ári. Meira að segja stóru löndin tengjast bandalögum og telja fullveldi sínu betur fyrir komið þar en ein og sér þar sem áhrifaleysið blasir við þeim. Fullveldi er að móta eigin þróun, eigin örlög. Á tímum hnattvæðingar merkir það að geta haft áhrif á ákvarðanir annarra þjóða til að geta unnið eigin hagsmunum brautargengi. Það heitir að deila fullveldi. Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en fær hlutdeild í fullveldi annarra þjóða á móti. Skert fullveldi Í ljósi þessa íhuga nú flestar þjóðir framtíðarstöðu sína til þess að geta varið hagsmuni sína sem best. Við þurfum einnig að skoða þá kosti sem við okkur blasa. Við verðum að nálgast þessa greiningu út frá jarðbundinni skynsemi en ekki af tilfinningasemi eða stórkarlalegri þjóðrembu. Fyrsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er sú hvort okkur muni kannski farnast best ein og óstudd til framtíðar. Segja má að við höfum hvorki verið fullvalda né sjálfstæð frá 1918 til 1944. Við lýðveldisstofnunina fengum við formlegt sjálfstæði en sömdum síðan við Bandaríkin um að afsala okkur einum mikilvægasta þætti fullveldisins, sem eru varnarmál. Hér var ekki um að ræða að deila fullveldi, því við höfðum afar lítið um það að segja hvernig vörnunum var háttað eða hve lengi, eins og best kom í ljós þegar herinn fór nánast án þess að kveðja. En við afsöluðum okkur aldrei því formlega sjálfstæði sem við höfðum öðlast 1944. Við höfðum það í hendi okkar að segja varnarsamningnum upp. Ein á báti Þótt hrunið hafi að mestu leyti verið heimatilbúið hefði það aldrei getað gerst án þeirrar hnattvæðingar sem bankarnir tóku þátt í. Ríkisstjórnir allt frá einkavæðingu bankanna til 2008 lokuðu augunum fyrir þeirri vá sem stafaði af þátttöku okkar í fjármálalegri hnattvæðingu. Sú hætta kom ekki bara utanfrá heldur ekki síður af heimaslóðum. Smáþjóð með örmynt var ein og sér. Flestar greiningar benda til þess að krónan muni ekki geta staðið af sér frelsi á fjármálamörkuðum, sú tilraun mistókst. Ef við viljum vera áfram ein og sér munum við ekki geta búið við frjálst fjármagnsflæði og frjáls gjaldeyrisviðskipti. Það mun hefta þróun atvinnulífsins. Við munum einnig eiga í erfiðleikum með alþjóðlega samninga. Nú þegar grillir í útlínur valdamiðstöðva heimsins á öldinni. Það dylst engum að áhrif litlu þjóðanna fara dvínandi, nema þær myndi mótvægi við heimsveldin bæði ný og gömul. Án mótvægis minnkar fullveldi og sjálfstæði litlu þjóðanna, því ákvarðanir sem snerta afkomu þeirra verða annars teknar án aðkomu þeirra. Í vaxandi átökum um orku, vatn og hvers konar auðlindir munu styrkleikahlutföllin skipta sköpum. Við horfum nú þegar upp á litlar þjóðir í Afríku verða auðveld fórnarlömb Kínaveldis, sem ágirnist auðlindir hvar sem er. Fræðilega séð getum við haldið áfram að vera ein og sér. Fórnarkostnaðurinn verður fyrst efnahagslegur, sem eina landið í vestanverðri Evrópu sem búa mun við haftastefnu. Við ættum að þekkja hana og afleiðingar hennar. En fórnarkostnaðurinn verður þó einkum stjórnmálalegur. Fullveldi okkar mun skerðast, því við munum trauðla hafa styrk til að ná fullnægjandi árangri við tvíhliða hagsmunagæslu okkar og verða undir. Hætt er við að lítil þjóð ein á báti verði leiksoppur þeirra stórþjóða sem ásælast hér aðstöðu eða auðlindir. Það er barnaskapur að loka augunum fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á öndverðri 21. öld hljóta markmið utanríkisstefnu að vera þau að bægja frá þjóðinni hættum sem samfara eru hnattvæðingunni og hámarka sjálfsforræði hennar á tímum þegar athafnasemi þjóðríkisins eru sífellt þrengri skorður settar. Með örari og fjölþættari samskiptum og opnari mörkuðum verða úrlausnarefnin fjölþjóðleg og snerta margar þjóðir í senn. Þess vegna leysa þjóðríkin sífellt færri vandamál ein og sér. Þau geta ekki haft áhrif á lausn þeirra nema í nánu samstarfi. Án samþykkis hinna ríkjanna næst engin lausn. Vandamál á alþjóðavettvangi verða til í samfléttu margra og verða ekki leyst nema í samfléttu margra. Umhverfismál, vinnumarkaðsmál, þróun fjármálakerfis heimsins, efnahagsmál og varnarmál, svo nokkur dæmi séu nefnd, verða að hættulegri ringulreið án aðkomu og mótunar þeirra stóru efnahagsheilda sem myndast hafa eftir endalok kalda stríðsins. Þessum málaflokkum fjölgar ár frá ári. Meira að segja stóru löndin tengjast bandalögum og telja fullveldi sínu betur fyrir komið þar en ein og sér þar sem áhrifaleysið blasir við þeim. Fullveldi er að móta eigin þróun, eigin örlög. Á tímum hnattvæðingar merkir það að geta haft áhrif á ákvarðanir annarra þjóða til að geta unnið eigin hagsmunum brautargengi. Það heitir að deila fullveldi. Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en fær hlutdeild í fullveldi annarra þjóða á móti. Skert fullveldi Í ljósi þessa íhuga nú flestar þjóðir framtíðarstöðu sína til þess að geta varið hagsmuni sína sem best. Við þurfum einnig að skoða þá kosti sem við okkur blasa. Við verðum að nálgast þessa greiningu út frá jarðbundinni skynsemi en ekki af tilfinningasemi eða stórkarlalegri þjóðrembu. Fyrsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er sú hvort okkur muni kannski farnast best ein og óstudd til framtíðar. Segja má að við höfum hvorki verið fullvalda né sjálfstæð frá 1918 til 1944. Við lýðveldisstofnunina fengum við formlegt sjálfstæði en sömdum síðan við Bandaríkin um að afsala okkur einum mikilvægasta þætti fullveldisins, sem eru varnarmál. Hér var ekki um að ræða að deila fullveldi, því við höfðum afar lítið um það að segja hvernig vörnunum var háttað eða hve lengi, eins og best kom í ljós þegar herinn fór nánast án þess að kveðja. En við afsöluðum okkur aldrei því formlega sjálfstæði sem við höfðum öðlast 1944. Við höfðum það í hendi okkar að segja varnarsamningnum upp. Ein á báti Þótt hrunið hafi að mestu leyti verið heimatilbúið hefði það aldrei getað gerst án þeirrar hnattvæðingar sem bankarnir tóku þátt í. Ríkisstjórnir allt frá einkavæðingu bankanna til 2008 lokuðu augunum fyrir þeirri vá sem stafaði af þátttöku okkar í fjármálalegri hnattvæðingu. Sú hætta kom ekki bara utanfrá heldur ekki síður af heimaslóðum. Smáþjóð með örmynt var ein og sér. Flestar greiningar benda til þess að krónan muni ekki geta staðið af sér frelsi á fjármálamörkuðum, sú tilraun mistókst. Ef við viljum vera áfram ein og sér munum við ekki geta búið við frjálst fjármagnsflæði og frjáls gjaldeyrisviðskipti. Það mun hefta þróun atvinnulífsins. Við munum einnig eiga í erfiðleikum með alþjóðlega samninga. Nú þegar grillir í útlínur valdamiðstöðva heimsins á öldinni. Það dylst engum að áhrif litlu þjóðanna fara dvínandi, nema þær myndi mótvægi við heimsveldin bæði ný og gömul. Án mótvægis minnkar fullveldi og sjálfstæði litlu þjóðanna, því ákvarðanir sem snerta afkomu þeirra verða annars teknar án aðkomu þeirra. Í vaxandi átökum um orku, vatn og hvers konar auðlindir munu styrkleikahlutföllin skipta sköpum. Við horfum nú þegar upp á litlar þjóðir í Afríku verða auðveld fórnarlömb Kínaveldis, sem ágirnist auðlindir hvar sem er. Fræðilega séð getum við haldið áfram að vera ein og sér. Fórnarkostnaðurinn verður fyrst efnahagslegur, sem eina landið í vestanverðri Evrópu sem búa mun við haftastefnu. Við ættum að þekkja hana og afleiðingar hennar. En fórnarkostnaðurinn verður þó einkum stjórnmálalegur. Fullveldi okkar mun skerðast, því við munum trauðla hafa styrk til að ná fullnægjandi árangri við tvíhliða hagsmunagæslu okkar og verða undir. Hætt er við að lítil þjóð ein á báti verði leiksoppur þeirra stórþjóða sem ásælast hér aðstöðu eða auðlindir. Það er barnaskapur að loka augunum fyrir því.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar