Veikleiki karlmanna Sigurður Páll Pálsson skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar