Handbolti

Ingimundur: Tökum Japan alvarlega

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar

Varnarjaxlinn Ingimundur Ingimundarson hefur bitið á jaxlinn í fyrstu leikjum Íslands á HM enda bæði meiddur á ökkla og í nára.

Þetta hörkutól úr Breiðaholtinu lætur samt ekki slíkt smáræði stöðva sig og hann gefur sig ávallt allan í leikina.

"Þetta er kannski ekki óskastaða en mér líður eins og vel og hægt er miðað við aðstæður. Mér líður ágætlega. Ég er vel teipaður. Við í Breiðholtinu kynntumst teipinu mjög ungir og þetta mun ekki trufla mig," sagði Ingimundur.

Fram undan í kvöld er leikur við Japan sem allir í liðinu taka mjög alvarlega.

"Við leggjum þetta upp sem hörkuleik. Það þarf að taka þetta lið alvarlega. Þeir eru með eindæmum fljótir og skrítnir. Það er erfitt að spila á móti svona liði. Við þurfum að stoppa flæðið í sóknarleiknum hjá þeim og til þess þurfum við að stíga út og vera grimmir," sagði Ingimundur.

"Þeir eru með mikinn stökkkraft, skjóta fljótt og erfiðir við að eiga. Við verðum að vera þéttir og passa að þeir fái ekki tíma. Þá gæti fljótlega einhver orðið eftir. Ætli það væru ekki ég og Sverre," sagði Ingimundur léttur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×