Alvarleg matvælakeppa í uppsiglingu í heiminum 13. janúar 2011 13:41 Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira