Ofbeldi hugarfarsins Stefán Máni skrifar 25. janúar 2011 06:00 Flestir hafa frekar skýra hugmynd hvað ofbeldi er. Einhver er laminn í miðbænum um nótt og liggur þungt haldinn á spítala: ofbeldi. Lögregla er kölluð á heimili þar sem karlmaður lemur barnsmóður sína fyrir framan börnin: ofbeldi. En, eins og svo margt annað, þá leynist ofbeldi víða og á sér margar birtingarmyndir og ekki allar jafnaugljósar og í dæmunum hér á undan. Það er auðvelt að benda á dæmigerða ofbeldismenn (t.d. handrukkara) og lifa í þeirri blekkingu að maður sjálfur beiti aldrei ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er bara toppurinn á ísjakanum. Samfélagið er gegnsýrt af ýmis konar hegðunar- eða hugarfarsofbeldi. Umferðin: Að keyra of hratt er ofbeldi. Að stoppa ekki fyrir gangandi vegfarendum er ofbeldi. Að svína, frekjast og flauta er ofbeldi. Inni á heimili: Að beita lamandi þögn er ofbeldi. Að stýra fólki með illilegum svipbrigðum og augnaráði er ofbeldi. Að sussa á barn þegar fréttatíminn hefst er ofbeldi. Vinnustaðir og skólar: Einelti er ofbeldi. Valdníðsla er ofbeldi. Auðvitað er langur vegur frá því að sussa á barn til útrýmingarbúða nasista, en ofbeldi er alltaf ofbeldi og ef það er ofbeldi í huganum mun það einn daginn brjótast út og bitna á einhverjum. Klám er ofbeldi. Það skyldi ég ekki áður, en svo rann upp fyrir mér ljós: Bak við "glansmyndina", blekkinguna, er bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að nauðga hvert öðru, og þar með var gamanið búið fyrir mig. Einu sinni var klám sóðalegt tabú, en með tímanum hefur það læðst inn á miðjuna, í dagsbirtuna, og þykir ekki lengur neitt tiltökumál. Tískan litast af klámi og það þykir sjálfsagt að ögra, að vera yfirborðskenndur og djarfur, að tengja sig við menningu sem kennd er við klám. Í klámi eru konur hlutir, glimmeruð kjötstykki sem hafa þann tilgang einan að vera til taks fyrir þá sem vilja ríða. Svona einfalt. Þetta er svona þykjustuleikur sem er orðinn að fúlustu alvöru. Hugarfar klámsins hefur smitast inn í samfélagið. Drengir alast upp í þessu hugarfari, meira eða minna: alveg örugglega meira en þegar ég var unglingur, netlaus í árdaga videótækjanna. Hugarfar kláms er hugarfar ofbeldis. Það er ekki hægt að banna klám, en ég held að samfélagið þyrfti að vera meðvitaðara um neysluna á því og hugarfarinu sem henni fylgir. Að horfa með girndaraugum á ókunnuga konu er ekki það sama og að klappa henni á rassinn eða draga hana afsíðis og nauðga henni. Frá hugarfarinu til glæpsins er langur vegur, en það eru bara svo margir ungir menn lagðir af stað eftir þessum síbreikkandi, neon-lýsta vegi. Því miður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Flestir hafa frekar skýra hugmynd hvað ofbeldi er. Einhver er laminn í miðbænum um nótt og liggur þungt haldinn á spítala: ofbeldi. Lögregla er kölluð á heimili þar sem karlmaður lemur barnsmóður sína fyrir framan börnin: ofbeldi. En, eins og svo margt annað, þá leynist ofbeldi víða og á sér margar birtingarmyndir og ekki allar jafnaugljósar og í dæmunum hér á undan. Það er auðvelt að benda á dæmigerða ofbeldismenn (t.d. handrukkara) og lifa í þeirri blekkingu að maður sjálfur beiti aldrei ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er bara toppurinn á ísjakanum. Samfélagið er gegnsýrt af ýmis konar hegðunar- eða hugarfarsofbeldi. Umferðin: Að keyra of hratt er ofbeldi. Að stoppa ekki fyrir gangandi vegfarendum er ofbeldi. Að svína, frekjast og flauta er ofbeldi. Inni á heimili: Að beita lamandi þögn er ofbeldi. Að stýra fólki með illilegum svipbrigðum og augnaráði er ofbeldi. Að sussa á barn þegar fréttatíminn hefst er ofbeldi. Vinnustaðir og skólar: Einelti er ofbeldi. Valdníðsla er ofbeldi. Auðvitað er langur vegur frá því að sussa á barn til útrýmingarbúða nasista, en ofbeldi er alltaf ofbeldi og ef það er ofbeldi í huganum mun það einn daginn brjótast út og bitna á einhverjum. Klám er ofbeldi. Það skyldi ég ekki áður, en svo rann upp fyrir mér ljós: Bak við "glansmyndina", blekkinguna, er bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að nauðga hvert öðru, og þar með var gamanið búið fyrir mig. Einu sinni var klám sóðalegt tabú, en með tímanum hefur það læðst inn á miðjuna, í dagsbirtuna, og þykir ekki lengur neitt tiltökumál. Tískan litast af klámi og það þykir sjálfsagt að ögra, að vera yfirborðskenndur og djarfur, að tengja sig við menningu sem kennd er við klám. Í klámi eru konur hlutir, glimmeruð kjötstykki sem hafa þann tilgang einan að vera til taks fyrir þá sem vilja ríða. Svona einfalt. Þetta er svona þykjustuleikur sem er orðinn að fúlustu alvöru. Hugarfar klámsins hefur smitast inn í samfélagið. Drengir alast upp í þessu hugarfari, meira eða minna: alveg örugglega meira en þegar ég var unglingur, netlaus í árdaga videótækjanna. Hugarfar kláms er hugarfar ofbeldis. Það er ekki hægt að banna klám, en ég held að samfélagið þyrfti að vera meðvitaðara um neysluna á því og hugarfarinu sem henni fylgir. Að horfa með girndaraugum á ókunnuga konu er ekki það sama og að klappa henni á rassinn eða draga hana afsíðis og nauðga henni. Frá hugarfarinu til glæpsins er langur vegur, en það eru bara svo margir ungir menn lagðir af stað eftir þessum síbreikkandi, neon-lýsta vegi. Því miður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar