Handbolti

Sex silfurstrákar í besta handboltaliði Íslands frá upphafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson var valinn sá besti frá upphafi.
Ólafur Stefánsson var valinn sá besti frá upphafi. Mynd/Valli

Núverandi leikmenn íslenska handboltalandsliðsins voru áberandi í kosningu RÚV á besta handboltaliði Íslands frá upphafi en sex af átta leikmönnum liðsins voru að spila á nýloknu Heimsmeistaramóti í Svíþjóð og tóku þátt í að vinna silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki 2010.

Það voru aðeins Alfreð Gíslason og Geir Hallsteinsson sem komust liðið af þeim sem eru ekki lengur að spila. Það voru gestir á heimasíðu Ríkissjónvarpsins sem kusu liðið en 3-4 leikmenn voru tilnefndir í hverja leikstöðu.

Valið á besta handboltaliði Íslands frá upphafi var í tengslum um þættina um Strákana okkar í Sjónvarpinu og var valið í tilefni af 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins.

Það kom heldur ekki á óvart að Ólafur Stefánsson var kosinn besti íslenski handboltamaðurinn frá upphafi en nánast allir sérfræðingarnir sem RÚV leitaði til völdu Ólaf bestan.

Besta handboltaliði Íslands frá upphafi:



Markmaður: Björgvin Páll Gústavsson

Vinstri hornamaður: Guðjón Valur Sigurðsson

Vinstri skytta: Alfreð Gíslason

Leikstjórnandi: Geir Hallsteinsson

Línumaður: Róbert Gunnarsson

Hægri skytta: Ólafur Stefánsson

Hægra horn: Alexander Petersson

Varnarmaður: Sverre Jakobsson



Hinir sem voru tilnefndir

Markmaður:

Einar Þorvarðarson

Guðmundur Hrafnkelsson

Vinstri hornamaður:

Guðmundur Guðmundsson

Jakob Sigurðsson

Vinstri skytta:

Arnór Atlason

Atli Hilmarsson

Axel Axelsson



Leikstjórnandi:


Páll Ólafsson

Sigurður Gunnarsson

Snorri Steinn Guðjónsson

Línumaður:

Geir Sveinsson

Þorgils Óttar Mathiesen

Hægri skytta:

Kristján Arason

Sigurður Valur Sveinsson

Hægra horn:

Bjarki Sigurðsson

Valdimar Grímsson

Varnarmaður:

Geir Sveinsson

Ólafur H. Jónsson

Þorbjörn Jensson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×