Fótbolti

Hjörtur Logi gerði fjögurra ára samning við Gautaborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörtur Logi er til hægri á myndinni.
Hjörtur Logi er til hægri á myndinni.

Hjörtur Logi Valgarðsson mun spila í Svíþjóð á næsta tímabili en hann hefur gert fjögurra ára samning við úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Hjörtur Logi var til reynslu hjá félaginu í síðasta mánuði og lék þá æfingaleik gegn danska liðinu Odense.

Hann lék fyrst með meistaraflokki FH hér á landi árið 2006 og á alls að baki 81 leik í deild og bikar með liðinu. Hann skoraði í þeim fjögur mörk.

Hjörtur Logi er 22 ára vinstri bakvörður sem hefur spilað einu sinni með A-landslði Íslands. Hann er einnig hluti af U-21 landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM í Danmörku næsta sumar.

Hjá IFK eru fyrir þeir Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson en sá síðarnefndi hefur verið sagður á leið frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×