Körfubolti

Gunnar Sverrrisson: „Bara eins og draumur hvers þjálfara“

Hlynur Valsson skrifar
Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR-inga.
Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR-inga. Mynd/Arnþór

ÍR-ingar völtuðu yfir Hauka í 17.umferð Iceland Express deildar karla í kvöld með verðskulduðum sigri 104-86. Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR-inga var að vonum ánægður með sigur sinna manna í kvöld enda fjórði sigur liðsins í fimm leikjum eftir áramót.

„Já hvað get ég annað sagt, fjórir sigurleikir eftir áramót og liðið er bara að spila eins og draumur hvers þjálfara, bæði varnarlega og sóknarlega og ég get ekki farið fram á mikið meira en þetta. Sérstaklega eftir Grindavíkurleikinn sem var frábær og flott að geta komið aftur og sigrað hér. Sérstaklega fyrir okkur sem eru búnir að vera í ákveðnum vandræðum fyrir áramót að koma til baka núna og sýna svona spilamennsku sem er bara frábært".

„Sigurinn var í raun aldrei í hættu og fór munurinn mest upp í 26 stig. Þetta var frekar þægilegt og kom mér auðvitað smá á óvart en sem þjálfari er maður aldrei öruggur, þannig að við kláruðum leikinn á fullum krafti".

„Við eigum stórskemmtilega útileik á sunnudaginn við Snæfell, og það er ekki mikil hvíld fyrir leikinn á móti efsta liðinu í deildinni og væntanlega því besta en það verður bara gaman að fara þangað", sagði Gunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×