Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Símon Birgisson skrifar 9. febrúar 2011 19:34 Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi því það hefur ekki áður verið skilgreint hvað sé kynferðisleg áreitni samkvæmt jafnréttislögum og einnig hver viðbrögð atvinnurekenda eiga að vera í kjölfar þess að slík mál koma upp," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögmaður BSRB. Upphaf málsins má rekja til þess að konan fór með tveimur yfirmönnum, framkvæmdastjóra sinnar deildar og svo yfireftirlitsmanni með öryggisatriðum fyrirtækisins, í vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi. Henni var tjáð að í ferðinni ætti að ræða um breytingar á starfi hennar. Um kvöldið reyndu mennirnir að fá konuna með sér ofan í heitan pott og tók konan þá eftir því að annar mannana var nakinn. Hún lokaði sig inn í herbergi. Síðar um kvöldið ruddist framkvæmdastjórinn inn í herbergið, þegar hann sat inn í stofu með konunni bað hann konuna um að taka í hönd sína. Í dómnum er vitnað í viðtal konunnar við lækni. Þar lýsir hún aðstæðum sem ógnandi, hún hafi upplifað algjört hjálparleysi á stað utan mannabyggða. „Í upphafi er málið ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni af hálfu þeirra. Og allt framhald málsins tekur mið af því. Þeir telja nægjanlegt aðgert með því að veita henni sálfræðiþjónustu. Svo rýrnar starf hennar svo um munar og við töldum að það væri lögbrot því það má ekki bitna á kvartanda það að hann hafi borið fram þessa kvörtun," segir Sonja. Viðbót 10. febrúar: Lögfræðingur BSRB hafði samband við fréttastofu og vildi undirstrika mál sitt: „Málið er fordæmisgefandi því í honum er tekin afstaða til þess hvort atvikið sem félagsmaður okkar lenti í teldist vera kynferðisleg áreitni. Þá er einnig fjallað um hvort viðbrögð atvinnurekanda hafi verið rétt. Því hefur málið mikla þýðingu fyrir allt launafólk þar sem í honum er að finna ákveðnar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur skuli bregðast við kvörtunum vegna kynferðislegrar áreitni." „Atvinnurekandinn taldi að ekki hefði verið um kynferðislega áreitni að ræða og tóku viðbrögð hans og allar ákvarðanir varðandi konuna mið af því. Þeir töldu nægilega aðgert að veita henni sálfræðiþjónustu og töldu ekkert athugavert við að dregið hafi verið úr verkefnum og heimildum hennar í starfi. Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að óheimilt er að láta það bitna á starfsmanni að hann hafi kvartað yfir slíku athæfi líkt og var raunin í þessu máli." Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi því það hefur ekki áður verið skilgreint hvað sé kynferðisleg áreitni samkvæmt jafnréttislögum og einnig hver viðbrögð atvinnurekenda eiga að vera í kjölfar þess að slík mál koma upp," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögmaður BSRB. Upphaf málsins má rekja til þess að konan fór með tveimur yfirmönnum, framkvæmdastjóra sinnar deildar og svo yfireftirlitsmanni með öryggisatriðum fyrirtækisins, í vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi. Henni var tjáð að í ferðinni ætti að ræða um breytingar á starfi hennar. Um kvöldið reyndu mennirnir að fá konuna með sér ofan í heitan pott og tók konan þá eftir því að annar mannana var nakinn. Hún lokaði sig inn í herbergi. Síðar um kvöldið ruddist framkvæmdastjórinn inn í herbergið, þegar hann sat inn í stofu með konunni bað hann konuna um að taka í hönd sína. Í dómnum er vitnað í viðtal konunnar við lækni. Þar lýsir hún aðstæðum sem ógnandi, hún hafi upplifað algjört hjálparleysi á stað utan mannabyggða. „Í upphafi er málið ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni af hálfu þeirra. Og allt framhald málsins tekur mið af því. Þeir telja nægjanlegt aðgert með því að veita henni sálfræðiþjónustu. Svo rýrnar starf hennar svo um munar og við töldum að það væri lögbrot því það má ekki bitna á kvartanda það að hann hafi borið fram þessa kvörtun," segir Sonja. Viðbót 10. febrúar: Lögfræðingur BSRB hafði samband við fréttastofu og vildi undirstrika mál sitt: „Málið er fordæmisgefandi því í honum er tekin afstaða til þess hvort atvikið sem félagsmaður okkar lenti í teldist vera kynferðisleg áreitni. Þá er einnig fjallað um hvort viðbrögð atvinnurekanda hafi verið rétt. Því hefur málið mikla þýðingu fyrir allt launafólk þar sem í honum er að finna ákveðnar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur skuli bregðast við kvörtunum vegna kynferðislegrar áreitni." „Atvinnurekandinn taldi að ekki hefði verið um kynferðislega áreitni að ræða og tóku viðbrögð hans og allar ákvarðanir varðandi konuna mið af því. Þeir töldu nægilega aðgert að veita henni sálfræðiþjónustu og töldu ekkert athugavert við að dregið hafi verið úr verkefnum og heimildum hennar í starfi. Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að óheimilt er að láta það bitna á starfsmanni að hann hafi kvartað yfir slíku athæfi líkt og var raunin í þessu máli."
Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent